16.2.2008 | 17:01
Svona er þetta.
Það er bara ekkert að ganga upp hjá LiwerFools þessa dagana.
Nú var það Brian Howard sem skaut þeim út úr bikarnum á síðustu mínútunni.
![]() |
Liverpool úr leik í bikarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 12:55
Mikið til í þessu hjá Gallas...
Þarna hefur Gallas rétt fyrir sér. Sjaldan hefur vantað hrokann í leikmenn Manchester, og ekki heldur í stóran hluta aðdáenda þeirra hér heima á klakanum. Cristiano ~Flækjufótur~ Ronaldo er jú skemmtilegur leikmaður á köflum. Mest gaman hefi ég þá að því þegar hann byrjar með fótaleikfimina og allt fer í kross hjá honum.
En hvernig svo sem leikurinn fer á eftir, þá grunar mig að þetta verði hin besta skemmtun.
![]() |
Gallas: Leikmenn United hrokafullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 12:37
Svona er þegar börnin vilja ráða.........
Gemsinn minn hringdi í gærkvöld. Það skeður nú sjaldan. Nafni minn sem rétt er skriðin í 20 ára aldurinn þurfti að ræða háalvarlegt mál við föður sinn.
Hann byrjaði á því að banna mér að kaupa miða á tónleikana hjá Clapton.
Nú af hverju má ég það ekki spurði ég.
Nú af því að ég ætla að kaupa þá sagði drengurinn. Þá getum við feðgar farið saman hafði hann á orði.
Mér sýnist á öllu að þarna komi ég til með að fara á tónleika þar sem krakkarnir mínir mæta öll. En frúin mín vill ekki fara. Hún er ekki sérlega hrifið af svona margmenni og hávaða. Breytir þar litlu hvernig hávaði það er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 12:26
Blessuð litla loðnan.....
Þá er ballið byrjað.
Smá skíta slattar af ~smá~ loðnu berast að landi.
Ég hefi nú ekkert vit á hafinu né fiskistofnum sem þar dvelja.
En unhvernvegin grunar mig að lítið magn sé eftir af loðnustofninum í kringum landið.
Ég hefi velt því fyrir mér svona annað slagið hvort ekki væri þjóðhagslega hagkvæmt að banna loðnuveiðar í 2-3 ár? Ég held að ég sé ekki sá eini sem veltir þessu fyrir sér.
En hitt veit ég að Friðrik forkólfur LÍÚ og margir aðrir eru mér mjög svo ósammála.
En ég hefi ekki vit á þessu.
![]() |
Fyrsta loðnan komin til Eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 20:27
Ja svei mér þá barasta.......
Nú er ég ekki með á nótunum.
Ég átta mig á þessum hækkunum. En 30 daga orlof? Hvernig á láglaunamaður/kona að hafa efni á að slæpast og leika sér í heila 30 daga?
Nú spyr ég hví ég veit ekki svarið..........
![]() |
ASÍ og SA á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2008 | 20:12
Vatnsmýrin.......
Ég sá unhvurja sjálfstæðiskjéllingu í kastljósinu áðan. Hún var að dásama hugmynd unhvurra útlendinga um skipulag í Vatnsmýrinni. Gott mál. Bara kjéllingin vissi ekkert hvað átti að gera við flugvöllinn.
Það er nú minnsta málið. Bara færa hann upp á Akranes. Þá væri líka komin grundvöllur fyrir því að byggja Hátækni-símaaura-sjúkrahúsið þar. Fínasta mótvægisaðgerð. Fólkið sem HB Grandi sagði upp gæti fengið vinnu sem ræstitæknar á vellinum og á spítalanum. Svo mætti náttúrulega manna restina af stöðugildum með fólki frá Eistlandi Lettlandi og Litháen......... Já og einni og einni Filipíu.
Þá gætu nú allir verið kátir. Við landsbyggðarpakkið hefðum sjúkrahús nálægt flugvellinum. Borgarbúar lausir við völlinn og gætu rúllað í gegnum væntanleg Sundagöng og núverandi Hvalfjarðargöng ef þeir þyrftu á spítalalegu að halda.
Góð lausn. Það þarf nefnilega ekki endilega að eyða söluandvirði Símans sem allir landsmenn áttu bara í unhvað fyrir Tjöruborgarbúa........
En hvað veit ég????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 19:09
Vangaveltur.........
Ég hefi nú eigi mikið að segja um verð á olíu og benzíni. Nema jú það hækkar og hækkar. Alltaf er nánast sama verðið hér í bæ hjá OLÍS og N1. það gerir líkast til samkeppnin. Eitt er það sem ég hefi stundum velt fyrir mér. Hvað ætli komi mörg tankskip í viku til landsins? Mér er nú bara spurn. Ávalt virðast birgðatankar vera tómir miðað við hversu oft þessir vökvar hækka í verði.
En hvað veit ég? Ég er bara einn af þeim sem versla benzín annað slagið.
Þetta er nú ástæða fyrir Bubba M. og Geir Hilmar til að starta mótmælatónleikum.
Svo er það Grímsstaðarættin.
Ég hefi í gegnum mína hunds og kattar tíð kynnst mörgu fólki af þessari ætt.
Fínasta fólk upp til hópa. En þar eins og víða annarsstaðar eru svartir sauðir. Einn er sá dúddi úr þessari ætt sem rignir oní nefið á í blanka logni. Og ég ætla nú ekki að nefna nein nöfn, en fyrsti stafurinn er Gísli Marteinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 20:22
Miklabraut í stokk!!!
Jæja nú vilja unhvurjir spekingar setja Miklubraut í stokk. Kannski er það ágætis hugmynd. Hvað veit ég?
Ég hefi nú velt því fyrir mér hvort ekki væri nær að setja bara Reykjavík í einn stóran eldspítustokk? Nú svo væri bara hægt að loka stokknum þegar svona endalaus hringavitleysa er í gangi eins og með þessa blessuðu borgarstjórn.
Ég hefi einnig velt því fyrir mér að lýsa yfir sjálfstæði Austur Skaftafellssýslu.
Setja hann Ara ~Lú~ Þorsteinsson í forsetaembættið.
Ég er bara ekki búin að hugsa þetta til enda, en það kemur að því.
En eitt af forgangsmálum í þessu væntanlega Lýðveldi er náttúrulega að lögleiða gömlu sveitaböllin í Hrollaugsstöðum og Mánagarði.
Ekki má nú gleyma að ýta út í hafsauga þessum rugluðu hugmyndum um Vatnajökulsþjóðgarð.
En jæja ég er ekki komin lengra í þessum pælingum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 16:52
Nú nú......
Ætli herra Geir H. Haarde sé farin að undirbúa næstu kosningar. Þessi orð hans finnst mér bera svona vott um að unhvað gerist í þessum málum svona korteri fyrir kosningar.
En hvað veit ég??
![]() |
Lækkun skatta tengd samningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 15:28
Spyr sá sem ekki veit.......
Mér er spurn....
Getur verið að þetta frumvarp tengist á unhvern hátt væntanlegri lokun á reykherbergi í alþingishúsinu??
Spyr sá sem ekki veit.........
![]() |
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)