12.2.2008 | 15:14
08-08-2008.
Ég sá hér á mbl í gær að gamall maður ætlar að halda tónleika í Egilshöll þann 8 ágúst í sumar.
Ég hefi grun um að ég hafi byrjað að hlusta á þennan gamla mann unhverntíma í kringum 1970.
Varla hefði hann nú átt að höfða til tíu ára gutta. Ég man það vel að Nonni bróðir átti þykkan hvítan kassa sem var með gylltri áletrun. The Best Of stóð stórum stöfum á kassanum. Það voru átta LP plötur í þessu boxi. Tvær voru með Cream, tvær með Jack Bruce, tvær með Ginger Baker, og tvær með Eric Clapton.
Þó aldurinn væri ekki hár hjá mér miðað við í dag þá heillaðist ég af þessum tónlistarmönnum. Þó sérstaklega Clapton.
Ég hef notið þess að hlusta á tónlist hans síðan. Merkilegt nokk þá hafa börnin mín líka dottið í það að hafa gaman af tónlist gamla snillingsins.
Það hafa svo sem verið sveiflur í ferli snillingsins en heilt á litið stendur sá gamli uppúr meðal jafningja.
Mig svona grunar það að ég viti hvar ég kem til með að vera þann 8 ágúst á þessu ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 12:43
Margt finnur maður á netinu.
Þar sem maður hangir nú bara heima í unhvurju veikindastússi settist ég niður við tölvuna og fór að sveima um netið.
Unhvernvegin datt ég niður á þetta á YouTube. Hafði pínu gaman af því að sjá yngri dóttur mína poppa upp á skjáinn minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 20:40
Ekki Villa blogg.
Ég ætla ekki að blogga um hann Villa borgarstjórakandidat.
NOVA auglýsing angrar mig ekki neitt.
En um daginn sá ég mynd í sjónvarpinu. Man ekki á hvaða stöð það var.
Þessi mynd var um innrás frá Mars. Og ef ég man rétt þá lék hann Tom Cruise í myndinni. Í heild fannst mér myndin frekar slök, þannig að líkast til hefur þetta verið á RÚV.
En eftir að hafa horft á myndina rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn átti ég vínilplötur tvær um sama efni. Nú ég fór á netið og leitaði og fann. Gaf mér tíma til að sækja þetta og hlusta á.
Jú mikið rétt þetta er bara enn í dag fínasta eyrnakonfekt. Gamli Burton er flottur sem sögumaður, og tónlistin er bara fín.
Gef þessu alveg fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)