22.2.2008 | 20:39
~Tommy~
Um daginn sótti ég The War og the worlds á netið. Þá á ég við tónsmíðina eftir Jeff Waynes.
Stuttu seinna sótti ég Tommy.
Gömlu jálkarnir í The Who klikkuðu nú ekkert ofboðslega í því verki. Höfðu nokkra góða með í þessari tónsmíð. Bara gaman að rúlla í gegnum þessar tónsmíðar eftir að hafa ekki hlustað á þetta í hátt í hundrað ár. Tina gamla, Clapton, Keith Monn og Elton lang elsti fara bara á kostum ásamt Pete Townshend......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 20:08
Hið Íslenska handbolta landslið......
Bazl og bras virðist vera í sambandi við hið Íslenska handbolta landslið. Ungvin vill þjálfa það.
Skal nokkurn undra?
Ég er nú ekki áhugamaður um þessa íþrótt. Hver þjálfari á fætur öðrum er hengdur af landslýð, eða þannig. Slakur árangur er þjálfaranum að kenna.
Hvenær ætlar Íslenska þjóðin að viðurkenna að við eigum einfaldlega bara upp til hópa lélega handboltaleikmenn? Öldin var önnur hér áður fyrr þegar Kristján Ara, Atli Hilmars og þeir voru ungir og efnilegir.
Mín tillaga er nú bara sú að leggja niður þetta lið og nota aurana í unhvað annað, til dæmis Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu......
Þetta er bara mín skoðun og ég má hafa hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 21:50
Svo er nú það...
Jebbs þá er víst komið að loðnustoppinu.
Þetta á örugglega eftir að koma sér illa fyrir marga. Sér í lagi á þeim stöðum þar sem farið hefur verið út í það batterí að stóla eingöngu á vinnslu uppsjávarfisks. Rétt svona eins og á Vopnafirði. Mér skilst að þar í bæ sé lítil sem ungvin aðstaða til vinnslu á bolfisk. Búið að losa sig við togarann Bretting úr landi.
Sagan hefði nú átt að vera búin að kenna okkur hér á klakanum að hæpið sé að ætla að stóla á síldina og loðnuna. Hverjir muna uppganginn á síldarárunum hér í denn? Sigló, Raufarhöfn, Seyðisfjörður. Hellings uppbygging og svo bara ~Bang~. Game Ower.
Unhverjir af skipstjórum á þessum loðnuskipum vilja hafa það að nóg sé til að loðnu.
Á undanförnum árum var sá skipstjóri sem alltaf sá svartan sjó af loðnu og blés út skoðun sína á þessu Maron Björnsson.
Í Eystrahorni sem kom inn um bréfalúguna hjá okkur í dag er forsíðufrétt með fyrirsögninni......
"Áfall ef loðnuvertíðin verður blásin af."
Langar mig að endurrita smá part úr þeirri grein.
"Að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra á Jónu Eðvalds SF eru skipstjórar á loðnuflotanum ósammála Hafró um að lítið sé af loðnu á miðunum og vilja meina að þetta sé svipað og var sl ár. Loðnan er dreifð um miðin en er ágætlega stór og hentar ágætlega í frystingu núna." (Eystrahorn Fimmtudaginn 21. febrúar 2008.)
Jóna Eðvalds var eitt af þessum skipum sem fór í loðnuleit hér út af austfjörðum og að ég held norður að Langanesi. Mér skilst að ekki hafi fundist mælanleg loðna í þeim leiðangri.
Þessu stal ég af síðu Hafró.
Nú vaknar hjá manni spurningin. Hverjir hafa rétt fyrir sér? Ef þetta er della hjá Hafró og nóg er til af loðnunni til hvers er þá verið með þessa stofnun?
7-8 miljarða tekjutap fyrir þjóðarbúið er töluvert. En ef hafró er að fara með rétt mál og torfan við Ingólfshöfða er jafnvel síðasta eða næstsíðasta torfan þá tel ég þessa miljarða ekki mikinn fórnarkostnað. Er það ekki þess virði að friða loðnuna í 2-3 ár?
Að þeim tíma liðnum þá gætum við kannski veitt eina miljón tonna eða meira.
Eða á bara að taka sénsinn? Kannski hafa skipstjórarnir á loðnuskipunum rétt fyrir sér? Kannski á bara að leyfa þeim að veiða. Og jú ef þetta er síðasta torfan þá bara verða þeir að réttlæta þau orð sín að nóg sé til af loðnu.
En eins og ég sagði þá á þetta eftir að koma sér illa fyrir marga. Ég á vona á því að þetta bitni líka á mínum vinnustað. Jú við erum að þjónusta þessi uppsjávarveiðiskip. 90% af okkar vinnu er að viðhalda síldar og loðnunótum.
En hvað veit ég?
En ég má velta þessu fyrir mér.
![]() |
Vonum að loðnan fari að sjást í mælitækjum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 12:30
Sími eða????????
Hún er nú skrítin kvistur kjéllingin hún Jóhanna vinnufélagi minn. Í gær gómaði hún Bjössa Ármanns við smá svona símamal. Fátt óeðlilegt við það. En hún gerðist svo frökk að hafa orð á því að GSM síminn hans Bjössa minnti óneytanlega á vissan hlut. Okkur tókst ekki að átta okkur á því hvaða hlutur þetta var. Mikið var pælt og giskað en við náðum þessu ekki. Að lokum glopraði Jóhanna því út úr sér að svona sími væri óhugganalega líkur dömubindi.
Bjössi fór heim niðurbrotin maður eftir vinnu. Í nótt snérust draumar hans um hringjandi dömubindi. Lítt spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 23:04
Leti.....
Mínir menn í boltanum voru frekar óheppnir í leiknum í kvöld gegn Ac Milan. Verð nú að segja að Arsenal menn voru heldur sprækari en náðu bara ekki að setja mark. Svona er nú fótboltinn.
Annars er fátt að frétta héðan. Bara vinna og liggja svo í leti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 21:23
Mánudagur. Og kjötið frá Kjarnafæði sökkar feitt.
Jebb á morgun þarf ég að skamma Sigurð Pálma Pálsson. Hann er búin að reka stífan áróður fyrir söltuðu hrossakjöti frá Kjarnafæði. Óskaplega gott segir hann. Nú ég kauptaði svolleis kjöt, og var það eldað í dag. En jú það lyktaði vel. En bragðið........ Hefði allt eins getað tekið poka af matarsalti og sturtað upp í mig. Því miður var ekkert nema saltbragð af þessu gæða Kjarnafæðis kjöti.
Fór í sveitin undir myrkrið í gær að viðra hundana. Þeir fengu fínustu hreyfingu og ég náði í einn Stokkandarstrák. Heyrði í Pápa áðan. Hann var í unhverri skönnun í dag. Æxlið hefur lítið stækkað, og byrjar hann í lyfjameðferð á miðvikudaginn.
Skutlaði hans háaldraða Bens sem var að breytast í fornbíl um síðustu áramót í skoðun. Bensinn rúllaði í gegn á athugasemdar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2008 | 01:38
Ketilásball í sumar.............
Jæja stúlkurnar sem ætla að starta Ketilás sveitarballi í sumar eru búnar að vera duglegar við að setja inn á síðuna lög sem voru vinsæl þarna norður í Fljótunum í denn. Bara gaman af því.
Ég má mæta á þetta ball í fylgd með fullorðnum. Já og ég er svo heppin að eiga konu sem telst fullorðin.
En ég er bara það miklu yngri að önnur tónlist blífaði á mínum sveitaböllum og læt ég eitt flakka hér svona til gamans. Kannski ekki alveg orginal en,,,,,,,,,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2008 | 23:29
~Tísd~
Mínir menn The Gunnerz máttu lúta í graz fyrir Manstueftir Júnæted. Þeir áttu það skilið voru arfa slakir.
En öll lið eiga slæman dag. Rétt eins og stigataflan í úrvalsdeildinni sýnir. Ég man leik Man Utd og stórliðsins Man City,,, þá tapaði liðið vegna þess að Rooney var ekki með. Nú unnu þeir Nallanan mína ~bara ~ vegna þess að Giggs og ~Gay Ronaldo~ voru utan vallar.
En burt séð frá öllu gríni þá var Manstu eftir Júnæded betra liðið í dag,,, en allir eiga sína toppa og sem betur fer eru topparnir færri hjá Manchester United en Arsenal...........
![]() |
Arsene Wenger: Vallarstjórinn átti slæman dag eins og við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 18:57
Laglegt hjá Manchester....
Verð nú bara að óska stuðningsmönnum ManUtd til hamingju með góðan leik. Manchester átti þetta nú skilið, búnir að vera mjög góðir í leiknum gegn arfaslökum mínum mönnum...
En svona er fótboltinn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 17:41
Manchester 3 Arsenal 0...
Jahá nú verður barist grunar mig, en ekki þori ég að spá um úrslitin.....
Og þó,,, kanski vantar baráttuna í mína menn.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)