26.4.2008 | 23:04
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.........
Ég fór í skúrinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Dundaði mér við að beita nokkrar línur. Tveir ólský pólský voru þarna með mér og ekki skildi ég eitt aukatekið orð af því sem þeir böbluðu sín á milli. En algengasta orðið sem ég heyrið þá muldra virtist vera unhvað í líkingu við ~kurfa~ hvað sem það á nú að þýða.
Skrapp síðan á hjúkrunarheimilið til pabba. Ég náði nú engu sambandi við hann, en svo virtist sem hann svæfi vært. Halla tjáði mér að fyrripartur dags hafi verið honum erfiður. Nú er farið að gefa honum lyfin svona undir húðina því hann nær ekki til að kyngja neinu. Varla vatni.
Hulda systir er komin aftur hingað austur, og grunar okkur að brátt ljúki þessu ferðalagi hjá honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 22:19
Mjólkurumbúðir,,,,,,
Hvaða hvaða????
Það má stylla upp mjólkurumbúðum í matvöruverslunum. Einnig sjást mjólkurumbúðir á víðavangi, oftar en ekki tómar. Hví mega þær ekki sjást á sundstöðum?
![]() |
Konur mega bera brjóstin í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 21:20
400 breimalæður...
Grunar mig að lítt næði verði hér í bæ þessa helgi.
Hefi ég hlerað að hingað séu komnar hátt í 400 breimalæður sem gætu átt það til að taka upp þann leiða Skagfirska sið að standa við eins mörg húshorn og hægt er að manna eða kvenna og breima hvur með sínu nefi.
Vona að svo verði ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 20:40
Smá svona,,,,,,,,
Það er nú það.
Ég hafði það gott í vinnunni í dag. Stalst til þess að klára að búa til poka á humartroll og byrja á öðrum. Á meðan stóð Pálmi með vatnsslönguna og sprautaði út í loftið. Já átta tíma þrif hjá karli.
Eftir vinnu skruppum við hjónin í búð og versluðum smá í matinn.
Þá tók við beitning og gekk það svona lala.
Meðan á beitningunni stóð hlustaði ég á Bylgjuna. Bar þar margt á góma eins og svo oft áður. Mótmæli atvinnubílstjóra og harkalegar aðgerðir lögreglu. Ég verð að viðurkenna að ég hefi lítt fylgst með fréttum síðustu daga. En ég sá samt í sjónvarpi lögreglustrákling með unhvursskonar úðabrúsa öskra skelfingu lostinn að mér heyrðist ~GAS GAS GAS~. Þessi drengstauli virkað á mig sem skelfingalostinn krakki sem ekki var að valda sínu starfi.
Mér skyldist líka þarna á Bylgjunni eða Stöð2 að þessi Lára Ómarsdóttir sé mjög ~eggjandi~ og jafnvel hvetjandi kona.
Pabbi var fluttur af heimili sínu yfir á hjúkrunarheimilið í morgun.
Ég fór ekkert til hans í dag. Ég veit svo sem ekki hvort ég fer á morgun. Mér líkar lítt að horfa uppá hann þjást svona. Eins og ég sagði við litlu krílin mín norður á Krók það er kannski best að þið munið eftir honum eins og hann var, en ekki eins og hann er núna.
Já og mér sýnist að dýrin mín smáu á norðurlandinu hafi fengið frekar stutt sumar ef spár ganga eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 21:51
Fátt nýtt.
Héðan er fátt að frétta.
Ofnæmið hjá frúnni versnar þannig að kisurnar verða að flytja út.
Veigar braggast eftir byltuna um daginn.
Það dregur af pabba svona hægt og bítandi.
Pálmi og ég fáum að vera einir í vinnunni á morgun. Restin er að fara vestur á land á árshátíð Ísnets/Ísfells. En hvað við eigum að gera af okkur í vinnunni vitum við ekki þar sem okkur er lítt treystandi í vinnu nema lærður netagerðamaður standi og horfi yfir öxlina á okkur. Kemur allt í ljós.
Nenni ekki lengri pistli, er bara ekkert upplagður í svona skrif þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 20:30
Evrópuaðild hvað?
Ég held ég hafi heyrt rétt áðan í sjónvarpsfréttum að meirihluti þjóðarinnar vilji að farið verði að huga að aðild að Evrópusambandinu. Líka að skiptar skoðanir væru meðal stjórnmálamanna.
En bíðið við. Eiga þessir pólitíkusar ekki að vera starfsmenn þjóðarinnar? Og eiga þeir þá ekki að fara eftir því sem meirihluti þjóðarinnar vill?
Spyr sá sem ekki veit...........
Annars er fátt nýtt að frétta af mér og mínum. Líkast til er bara allt við það sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 17:28
Benz 500SE 1983 til sölu.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2008 | 22:01
Halanegrar og hottintottar,,,,hvað????
Jahá
Svo er nú það. Unhvað fór það fyrir brjóstið á sumum að ég skyldi voga mér að kalla strákana á Krossey og Jónu Eðvalds halanegra og hottintotta. Það verður bara að vera svoleiðis.
Annars er frekar fátt að frétta héðan.
Skrapp aðeins í skúrinn í dag að beita. Fékk nokkra þorska sem ég flakaði í salt. Einnig voru mér færðir nokkrir svartfuglar tilbúnir í matreiðslu. Kann ég Ómari Franz og Hauki syni mínum bestu þakkir. Ég og hún gamla mín fengum oss göngu í blíðviðrinu með hundana okkar og Veigar litla. Kíktum á hafnarsvæðið og skoðuðum bátana. Í bakaleiðinni hittum við á Sigga litla og Önnu Maríu og dvöldum við um stund í garðinum hjá þeim.
Ég kíkti á pabba um kvöldmatarleytið. Ég náði litlu sambandi við hann en svona hann heilsaði mér og leið síðan útaf. Ég sat hjá honum um stund og malað unhvejar tilgangslitlar fréttir. Halla sambýliskona hans er bara hreint út sagt hetja.
Mér bauðst sumarstarf sem ég er að hugsa um að fara í. En það byggist nú talsvert á því að ég fái að vinna á verkstæðinu þá daga sem ég verð í fríi í nýja djobbinu.
Líkast til er ég neyddur til að endurnýja skipstjórnarréttindin mín til að mega sinna þessu sumarstarfi. Það felst í því að sigla hjólabát á Jókulsárlóni á Breiðármerkursandi.
Ef af verður vinn ég fjóra daga á lóninu og tvo í fríi.
Og já ég eignaðist um daginn þetta fína Creative 5.1 hljóðkerfi...
Þetta kemur bara í ljós.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 13:22
Hví ekki?
Ég sé nú ekkert að því að flytja inn ferskt kjöt.
Á meðan það er á hagstæðara verði en það sem við höfum í dag. Ekki ætla ég að hallmæla gæðum kjöts af þjóðvegalömbunum Íslensku. Verðið er bara allt of hátt á því ágæta kjöti. Líkast til er það milliliðum um að kenna því ekki fá bændur hátt verð fyrir skrokkinn.
Því segi ég bara að það eigi að flytja inn nóg af heilbrigðisskoðuðu kjöti sem tekjulægra fólkið hefur efni á.
![]() |
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 22:33
Þungfært........
Eigi hefi ég nú gefið mér tíma í að pára nokkurn skapaðan hlut hér í nokkra daga.
Síðustu dagar eru búnir að vera frekar þungir.
Fór í smá bjarmalandsferð á sunnudagskvöldið. Sólveig og Veigar litli voru að koma úr Tjöruborg og hrepptu hið versta veður og mjög mikla snjókomu. Hluta af leiðinni var hún í samfloti með Huldu systir og Hilmari syni hennar. Kom það sér vel því rétt austan við brúna á Jökulsá á Breiðármerkursandi festi hún bílinn. Hulda tók þau mæðginin yfir í jepplinginn og komust þau með herkjum hingað heim.
Ég plataði Jón Ágúst til að koma með mér þarna um kvöldið til að bjarga bílnum í það minnsta af þjóðveginum. Tók það okkur tæpa þrjá tíma að komast vestur á sand, þó við værum á ágætlega búnum jeppa sem er nú samt bara á 33" dekkjum. Við vorum búnir að hengja Nizzaninn aftan í jeppann rétt fyrir eitt.
Heimferðin sóttist hægt og langtímum saman mátti ég dóla í fyrsta í lágadrifinu.
Og hér sem sjaldan sést snjór,,,,,,,það var breyting á því á sumum stöðum öslaði maður í gegnum skafla sem náðu upp á húdd. Tvo jeppa keyrðum við frammá sem lent höfðu utanvegar. Ætli í þeim tilfellum hafi verið ekið á hraða sem hæfði aðstæðum? En í hús skiluðum við okkur rúmlega fimm á mánudagsmorgni.
En eins og ég hafði orð á þá hafa síðustu dagar verið þungir. Pabbi liggur í rúminu og virðist oftar en ekki vera í unhversskonar móki. En hann nær oft áttum og þá nær maður til að spjalla við hann. Dagurinn í dag hefur kannski verið með þeim skárri, miðað við síðastliðna 5 daga.
Mikið vildi ég að hann fengi að losna við kvalirnar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)