Þungfært........

Eigi hefi ég nú gefið mér tíma í að pára nokkurn skapaðan hlut hér í nokkra daga.

 

Síðustu dagar eru búnir að vera frekar þungir.

 

Fór í smá bjarmalandsferð á sunnudagskvöldið. Sólveig og Veigar litli voru að koma úr Tjöruborg og hrepptu hið versta veður og mjög mikla snjókomu. Hluta af leiðinni var hún í samfloti með Huldu systir og Hilmari syni hennar. Kom það sér vel því rétt austan við brúna á Jökulsá á Breiðármerkursandi festi hún bílinn. Hulda tók þau mæðginin yfir í jepplinginn og komust þau með herkjum hingað heim.

Ég plataði Jón Ágúst til að koma með mér þarna um kvöldið til að bjarga bílnum í það minnsta af þjóðveginum. Tók það okkur tæpa þrjá tíma að komast vestur á sand, þó við værum á ágætlega búnum jeppa sem er nú samt bara á 33" dekkjum. Við vorum búnir að hengja Nizzaninn aftan í jeppann rétt fyrir eitt.

Heimferðin sóttist hægt og langtímum saman mátti ég dóla í fyrsta í lágadrifinu.

Og hér sem sjaldan sést snjór,,,,,,,það var breyting á því á sumum stöðum öslaði maður í gegnum skafla sem náðu upp á húdd. Tvo jeppa keyrðum við frammá sem lent höfðu utanvegar. Ætli í þeim tilfellum hafi verið ekið á hraða sem hæfði aðstæðum? En í hús skiluðum við okkur rúmlega fimm á mánudagsmorgni.

 

En eins og ég hafði orð á þá hafa síðustu dagar verið þungir. Pabbi liggur í rúminu og virðist oftar en ekki vera í unhversskonar móki. En hann nær oft áttum og þá nær maður til að spjalla við hann. Dagurinn í dag hefur kannski verið með þeim skárri, miðað við síðastliðna 5 daga.

Mikið vildi ég að hann fengi að losna við kvalirnar.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Kveðjur til ykkar að norðan, það er skelfing að horfa uppá sína nánustu þjást svona. Kveiki á kerti fyrir ykkur.

Hulda Margrét Traustadóttir, 16.4.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll félagi! Mikið skil ég þig varðandi pabba þinn. Sendi honum daglega hlýjar kveðjur og mikið vildi ég geta eitthvað gert. Berðu höfðingjanum okkar bestu kveðjur...

kv að norðan Palli og Gréta.

Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband