Sunnudagur til sælu.

Auðvitað vaknaði maður á réttu róli í morgun, jafnvel örlítið of snemma. Byrjaði á að Sækja Sigga litla og Katy. Síðan var Ágúst skipuleggjari sóttur. Það gekk smá svona lala að vekja hann. Grillveislan sem hann lenti í í gærkvöld stóð alveg til fimm í morgun. Í dag glotti sólin við okkur vestur frá. Svenskurnar voru komnar úr tveggja daga fríi og lá bara vel á Fridu og Emmu.

Klukkan tíu var fyrsta ferð hjá mér og Pat hinni Þýsk-Ítölsku. (já maður vinnur með allra þjóða kvikindum, líka Íslendingum.). Allt gekk vel fyrir sig, svona að því frátöldu að Dreki gerðist dálítið hraðgengur og neitaði hægaganginum. En því var kippt í liðin og var það létt verk. Helga Lucya tók tvær ferðir sem skipstjóri í dag og lukkaðist bara einstaklega vel.

Þær mæðgur Bogga og Rakel ásamt rest úr eldhúsi sáu til þess að ungvin var svangur eftir hádegið. Buðu þær upp á nokkur steikt lambalæri ásamt kartöflusalladi og ýmsu góðgæti. Ávextir og rjómi í eftirmat.

Einar Björn kom og tók eina ferð þegar sú staða kom upp að þrír bátar þurftu út í einu.

Jökulsárlónið skartaði mikilli fegurð í dag og sáust hin ýmsu litbrigði í jökunum. Í einni ferðinni minni tók erlent par upp á því að trúlofast á miðju lóninu. Bara gaman.

Í annarri ferð sáum við stóreflis klaka breyta legu sinni og skeði það með boðaföllum og ægilegum stunum frá Japönskum ferðamönnum sem voru um borð hjá mér.

Dagurinn var bara heilt út í gegn góður. Ég fór með Lilju og Vali upp að Reynivöllum og beið það uns Siggi litli pikkað mig upp.

Eftir að hafa snætt kvöldmat þá fórum við hjónin niður á verkstæði og skúruðum.


Laugardagur og rigning.......

Jebbs, maður vaknaði allt of snemma í morgun.

Ég var einn á ferð vestur að Reynivöllum. Það var slæmt að hafa ekki vænan grilltein framan á Skódilakknum, því á leiðinni vestur var aragrúi af bévítans þjóðvegarollum og lömbum. Ferð mín sóttist því frekar seint þar sem ég mátti stunda stórsvig og nauðhemlanir megnið af ferðinni. Merkilegt nokk þá ók ég bara framhjá einu líki á leiðinni. Á Reynivöllum fjölgaði aðeins í bílnum.

Kaffið var klárt að vanda hjá Boggu og Siggi litli var búin að gera tvo báta klára í slaginn. En morgunin var rétt að byrja. Hilmar Öræfingur og Valur fóru að líta á Zodiakbátana og kom í ljós að ákveðinn ísjaki hafði þröngvað einum bátnum undir sig. Sem betur fer hlaust ekki alvarlegt tjón af þessu uppátæki ísjakans.

Viti menn veðurspáin stóðst og það rigndi. Og stundum eins og hellt væri úr fötu.

Otto Einars kíkti við og fékk sér wöfflu með sultu og rjóma. Við náðum smá spjalli og einum kaffibolla áður en ég mátti út aftur í aðra ferð.

Það er bara gaman að þessum siglingum og það er nýtt umhverfi í hverri einustu ferð hjá manni, og misjafnt fólk. Sigldi með tvo blinda einstaklinga í dag.

Árás,,,Munti mjóu....Otto að wafla sigFlott að milja þennan í góðan Skoskan maltara.Ókrýndur ólsen meistari dagsins..Bara nice ísmoli...


Það er nú það....

Til hvurs á eiginlega að byggja nýjan spítala þegar ekki virðist vera hægt að fullmanna þá sem fyrir eru?

Spyr sá sem ekki veit? 


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagurinn 6 jún.

Þá er þessum vinnudegi lokið.

Hlutirnir gengu bara eðlilega fyrir sig á Lóninu í dag. Veðrið gat verið betra, en lítt ræð ég við það.

Ég átti fyrstu ferð morgunsins, og hafði með mér nýjan gæd. Hún er kölluð Pat, og er frá Þýskalandi. Ég fékk minn yngsta farþega frá upphafi veru minnar á Lóninu í þessa ferð. Bara gaman. Siggi litli kom út skömmu á eftir mér. Rólegur kafli brast á og fengum við svona flatbökuveislu hjá henni Boggu sem öllu ræður í eldhúsinu.

Vertinn sjálfur mætti á svæðið og tók létta rispu á gulu gröfunni og fórst honum þetta vel úr hendi. Svo komu lætin. Þrír bátar út í einu. Einar Björn stal Jökli af Sigga. Nú þá var lítið annað fyrir Sigga að gera en að stela Dreka frá mér þannig að ég bara stal Klaka litla frá ungvum. Í þessari siglingu hafði ég ungvan gæd í byrjun en Valur ferjaði Lilju um borð til mín úti á lóninu. Dagurinn endað sæmilega. Sirka 150 manns sigldu með okkur.

Þegar heim kom beið mín grillaður kjúlli að hætti konunnar. Veigar litli og Sólveig borðuðu með okkur.

Otto Einars er búin að hóta því að drekka með mér kaffi vestur frá á morgun og það verður bara gaman að hitta á kauða.

Yngsti farþegin minn só far.Siggi litli að lestaGædin hún Pat..Zodiac í hvíld...Lítill Hollenskur krullukollur um borð hjá mér.Vertinn sjálfur á Litlu Gulu Hænunni..

Líkasd til setjum við sumarbústaðinn í Stafafellsfjöllunum á sölu eftir helgina. Það er svo sem mér á móti skapi, en lítt sem ég get gert í þeim málum Frown.

 


More klikk þan júsjúale....Æm só gúdd í útlenzku....

Í morgun klukkan sex vöknuðum við gömlu hjónin við öðruvísi hljóð úr símanum mínum en venjulega. Þegar ég kom heim í hálftíu kaffinu spurði Svanný mig að því hvort ég hafi verið að breyta hringingunni í símavekjaranum hjá mér. Ekki taldi ég það nú vera, en benti henni á að þetta hafi nú bara verið skipuleggjarinn í símanum að láta mig vita að ég ætti frí á Jökulsárlóninu í dag. Ég held hún telji mig orðið aðeins meira klikk en venjulega.

En já ég fór sem sagt á netaverkstæðið að vinna í morgun. Það var bara allt í lagi sko. En núna er ég komin í helgarfrí á verkstæðinu þannig að ég verð á Lóninu næstu sex daga.

Íslenski ruddinn og Hilmar Öræfingur..Pása.....


Tipical dey.......

Já sumir eiga betri daga en aðrir.

Ég fór rétt um klukkan átta og sótti Sigga litla. Sagði við hann að við yrðum bara tveir í bílnum vestur eftir. Hann taldi það ekki rétt því við ættum að kippa henni Helgu um borð vestur á Mýrum. Með það í huga lögðum við af stað. Ekki vorum við komnir nema inn að Þveit þegar síminn hjá Sigga hringdi. Jó,,,,,, þá kom í ljós að Palli varð eftir á Höfn. Ég hafði eigi vinstrigræna glóru um það, og Siggi var búin að gleyma honum. Helga var bit á þessu veseni á okkur. Það væri nú ekki hægt að gleyma Palla. En við náðum í skálann á réttum tíma.

Það var svona allir að vera vondir við Palla dagur hjá okkur í dag. Enda var rigning og rok. Það var rólegt í siglingum. Palli fékk fyrstu ferð. Síðan var hann tekinn yfir á Reynivelli í svona dund. Held hann hafi verið að moka flórinn. Ég fékk ferð númer tvö. Og þegar allir sjö farþegarnir voru komnir um borð þá mætti loks gædinn hún Lilja. Þetta var frekar einföld sigling. Allur ísinn var búin að þjappast upp að suður og vesturlandinu. Ég varð bara að láta duga að sigla með ísröndinni vestur eftir, fór síðan norður á lónið og fann þar jaka sem ég lagði í var við meðan Lilja fór með fróðleiksmola um lónið fyrir farþegana okkar. Rekið var mikið og smá veltingur. Ég held að ekki hafi verið langt í sjóveikina hjá sumum.

Siggi litli fékk þriðju ferðina. Allt gekk þetta vel, en það hefði mátt rigna aðeins minna. Síðustu ferðina fór ég. Sama sagan flestir farþegarnir komnir um borð þegar restin af áhöfninni minni kom til skips.

Við hættum að sigla um klukkan fimm í dag og fengum við að fara heim. Ég verð í fríi á Lóninu á morgun þannig að ég fer bara á netaverkstæðið á morgun. Síðan vinn ég næstu sex daga á Lóninu.

Palli er að fara með björgunarskipinu Ingibjörgu til Færeyja annað kvöld og því verður smá röskun hjá mér, en eftir þessa sex daga þá fer ég á tvo í fríi og vinna fjóra.


Björn,,,,

Brimdís Klara dóttir mín hringdi í mig í gærmorgun. ~Pabbi pabbi það er ísbjörn á Þverárfjalli sagði hún.~ Hvaða rugl er þetta í þér stelpa svaraði ég. Alveg satt ég tók myndir af honum, sagði daman. Ég bað hana að bjalla í gæsluna og biðja þá að koma með þyrlu og ná birninum og færa okkur hann hingað á Jökulsárlónið. Stelpan bara hló.

Nú svo tóku menn sig bara til og skutu Bjössann litla.

Það er ekki gott að vera Björn á norðurlandinu þessa dagana.


Þriðjudagurinn.

Er komin heim af Lóninu. Nokkuð hefðbundin dagur. Byrjaði svo sem verr hjá sumum en öðrum. Endaði með hellidembu en Palli fékk ungvan koss hjá stelpunum.

Palli skilin útundanHelga G missti........

 


Mánudagurinn 2-6.

Dagurinn á lóninu byrjaði heldur rólega. Vorum komin vestur eftir rétt fyrir klukkan níu. Vorum að dunda í að mála og snurfusa. Ein zodiak ferð var farin upp úr klukkan ellefu, og voru fjórir farþegar í bátnum. Palli fór fyrstu ferð á Klaka rétt eftir klukka eitt og að öðru leiti var bara ekkert að ske. Ég fékk mína fyrstu ferð rúmlega tvö, og endaði með því að ég náði þremur ferðum. Rólegasti dagur frá því opnað var í vor.

Vonandi verður aðeins líflegra á morgun. Mér skilst að Siggi litli eigi að koma með fjórða hjólabátinn vestur á morgun. Valdi ~Sænski~ er hættur að vera sænskur, nú tekur hann bara Íslenskan rudda í vörina og perrast bara út í eitt.

Ætla að bæta við myndum sem ég tók í dag í annað hvort albúmið frá Jökulsárlóninu.

V-8 Cummins..


Vinnuvikan.

Þá er byrjuð ný vinnuvika. Næstu fjóra daga verð ég vestur á Jökulsárlóni að sigla. síðan tekur við einn dagur á verkstæðinu. Laugardaginn næsta á ég svo frí.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband