Laugardagur og rigning.......

Jebbs, maður vaknaði allt of snemma í morgun.

Ég var einn á ferð vestur að Reynivöllum. Það var slæmt að hafa ekki vænan grilltein framan á Skódilakknum, því á leiðinni vestur var aragrúi af bévítans þjóðvegarollum og lömbum. Ferð mín sóttist því frekar seint þar sem ég mátti stunda stórsvig og nauðhemlanir megnið af ferðinni. Merkilegt nokk þá ók ég bara framhjá einu líki á leiðinni. Á Reynivöllum fjölgaði aðeins í bílnum.

Kaffið var klárt að vanda hjá Boggu og Siggi litli var búin að gera tvo báta klára í slaginn. En morgunin var rétt að byrja. Hilmar Öræfingur og Valur fóru að líta á Zodiakbátana og kom í ljós að ákveðinn ísjaki hafði þröngvað einum bátnum undir sig. Sem betur fer hlaust ekki alvarlegt tjón af þessu uppátæki ísjakans.

Viti menn veðurspáin stóðst og það rigndi. Og stundum eins og hellt væri úr fötu.

Otto Einars kíkti við og fékk sér wöfflu með sultu og rjóma. Við náðum smá spjalli og einum kaffibolla áður en ég mátti út aftur í aðra ferð.

Það er bara gaman að þessum siglingum og það er nýtt umhverfi í hverri einustu ferð hjá manni, og misjafnt fólk. Sigldi með tvo blinda einstaklinga í dag.

Árás,,,Munti mjóu....Otto að wafla sigFlott að milja þennan í góðan Skoskan maltara.Ókrýndur ólsen meistari dagsins..Bara nice ísmoli...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kapteinn Haukson í gír...

Steingrímur Helgason, 8.6.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband