Föstudagurinn 6 jún.

Þá er þessum vinnudegi lokið.

Hlutirnir gengu bara eðlilega fyrir sig á Lóninu í dag. Veðrið gat verið betra, en lítt ræð ég við það.

Ég átti fyrstu ferð morgunsins, og hafði með mér nýjan gæd. Hún er kölluð Pat, og er frá Þýskalandi. Ég fékk minn yngsta farþega frá upphafi veru minnar á Lóninu í þessa ferð. Bara gaman. Siggi litli kom út skömmu á eftir mér. Rólegur kafli brast á og fengum við svona flatbökuveislu hjá henni Boggu sem öllu ræður í eldhúsinu.

Vertinn sjálfur mætti á svæðið og tók létta rispu á gulu gröfunni og fórst honum þetta vel úr hendi. Svo komu lætin. Þrír bátar út í einu. Einar Björn stal Jökli af Sigga. Nú þá var lítið annað fyrir Sigga að gera en að stela Dreka frá mér þannig að ég bara stal Klaka litla frá ungvum. Í þessari siglingu hafði ég ungvan gæd í byrjun en Valur ferjaði Lilju um borð til mín úti á lóninu. Dagurinn endað sæmilega. Sirka 150 manns sigldu með okkur.

Þegar heim kom beið mín grillaður kjúlli að hætti konunnar. Veigar litli og Sólveig borðuðu með okkur.

Otto Einars er búin að hóta því að drekka með mér kaffi vestur frá á morgun og það verður bara gaman að hitta á kauða.

Yngsti farþegin minn só far.Siggi litli að lestaGædin hún Pat..Zodiac í hvíld...Lítill Hollenskur krullukollur um borð hjá mér.Vertinn sjálfur á Litlu Gulu Hænunni..

Líkasd til setjum við sumarbústaðinn í Stafafellsfjöllunum á sölu eftir helgina. Það er svo sem mér á móti skapi, en lítt sem ég get gert í þeim málum Frown.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband