19. ágúst........

Í dag á eldri dóttir mín afmæli. Já hún Sólveig Þórstína er víst orðin 22 ára og óska ég henni til lukku með daginn.

 

Ég lét mig hafa það að sigla á lóninu í dag. Frekar einhæft en margt að sjá. Allit túrarnir hjá mér voru frekar stutti og þótti mér miður að geta ekki siglt lengra svo ferðafólkið sæi meira af lóninu. En jæja þeir sem fóru með hinum bátunum fengu lengri siglingu en líkast til minna mas.


400 ferðir og game ower??

Á morgun á ég frí.

 

Ég náði þeim merka áfanga í dag að sigla mína ferð númer fjögurhundruð út á Jökulsárlón. Vel má vera að þær verði nú ekki fleiri en ég ætla að taka ákvörðun um það á morgun.

Í sumar er ég nánast ekki búin að gera nokkuð annað en að vinna. Hefi trú á að frídagana mína megi telja á rúmlega annarri hendi. Flesta daga á lóninu hefi ég haft gaman af því að sigla, en svo hafa líka komið dagar sem mér hafa þótt drep leiðinlegir. Líkast til er ég samt búin að byggja mig aðeins upp fyrir veturinn, þegar kemur að því að rýna í sótsvartar nætur.

Hvort ég færi aftur að sigla á Jökulsárlóninu næsta sumar ef mér byðist það gæti ég ekki svarað í dag. En þetta hefur verið fín reynsla.

 

 

Sailing trip no 400. Ice

Afmæli og...........

Í dag á hann Jón Ágúst næst elsti sonur minn afmæli. Já hann fæddist á þessum degi árið 1982.

Ég óska honum til lukku með daginn, en eins og svo oft áður var ég fjarverandi. 

Krakkarnir fóru til síns heima í dag. Jón Ingi og Einar trausti í Borgarnes og Brimdís Klara áleiðis á Sauðárkrók.

 

Ég náði að kveðja þá bræður almennilega en ekki litla krílið mitt................. 


Barnastúss.........

Jæja það hefur nú verið mikið að gera hjá mér síðustu daga.

Brimdís Klara dóttir mín kom með okkur Sólveigu heim eftir Clapton tónleikana.

Laugardagskvöldið notuðum við til að fara á Lónið og horfa á æðislega flugeldasýningu sem er árlegur viðburður.

Á sunnudeginum var hún að dúllast með mér vestur á Jökulsárlóni. Það var bara æðislega gaman að geta verið svona mikið með henni. Jón Ingi og Einar Trausti komu við á Lóninu. Þeir náðu að sigla með mér síðasta túrinn þann daginn og fengu að fara rúnt með honum Val á Zodiac. Börnin voru bara ánægð með þetta allt.

Ég ákvað að fara ekki á verkstæðið í gær og í dag. Vil fá að njóta þess að þvælast um með börnin og gera unhvað skemmtilegt.

 

 

My litle girl at the Glacier lagoon. Brimdís Klara in a Zodiac Firework My girls, Brimdís, Sólveig and Sólveigs son Veigar and my dog Balto. Jökulsárlón

Tónleikaferðin mikla.

Já ég hætti að vinna í gær um klukkan hálf eitt. Brunaði í borg óttans með Sólveigu minni. Hittum þar Ronna og Brimdísi og skruppum við saman á tónleika.

Fínustu tónleikar og hittum við þar fyrir Hauk son minn og Huldu systir og Robba.

Síðan hófst barningurinn við að komast frá höllinni og heim aftur. Vorum komin rétt fyrir sex í morgun og ég mættur í vinnuna fyrir klukkan níu. Lítt sofin en sáttur með þessa tónleika sem ég hefi beðið eftir að komast á í ein tuttugu ár.

Í kvöld er svo hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóninu og er ætlunin að skoða það dæmi.

 

 

Slowhand Clapton

Afmæli..........

Eigi hefi ég haft svo ofboðslega gjörla tíma til að sinna ritsmíðum hér á Moggablogginu.

Reyni að sinna þessum tveimur störfum sem ég er í með mis góðum árangri. Búin að vera í unhvurju veikinda stússi en lítt sem ég ræð við það.

Ungur pungur á Hauganesi átti víst afmæli þann 3. ágúst, og ber hann aldurinn bara vel.

Og í dag á nú hún Svanný mín afmæli, og gott ef hún ber ekki aldurinn bara betur en vinur minn á stór Eyjafjarðarsvæðinu. Lítt þíðir fyrir mig að bjóða frúnni minni upp á humar í afmælismáltíð þannig að ég pantaði nú bara Pizzu af Ósnum í kvöldmatinn. Enda fattaði ég það seint í gærkvöld að ég á ungvan humar.

En þessum unglömbum sem bera aldurinn vel óska ég til hamingju með þessa afmælisdaga.


Skattadagurinn mikli..........

Nú er skattadagurinn mikli runninn upp.

Síðast liðin tuttugu og einhvað ár hefi ég verið eitt af breiðu bökunum sem borgað hef ríkinu unhvurjar krónur aukalega þegar álagningarseðillinn hefur borist í hús. Mis mikið reyndar. Hefur litlu skipt máli þá ætíð hafi verið dregin af mér staðgreiðsla og hvað eina.

En í dag átti ég að fá heilar áttatíu þúsund krónur endurgreiddar. En viti menn. Það var dregið af mér unhvað úrvinnslugjald af Bronco bifreið sem fyrrverandi konan mín velti árið 1998 og er búið að skila inn gögnum í tvígang til réttra aðila um að farartækið sé úr umferð og löngu urðað. En samt má ég borga á hvurju ári.

Annað er það að ég er með samning í gildi við Innheimtustofnun Sveitarfélaga vegna svona meðlagsskuldar. Þann samning hefi ég virt og staðið við að fullu. En vaxtarbætur vegna húskofakaupa sem eftir stóðu eftir greiðslu úrvinnslugjalds löngu afskráðrar bifreiðar voru víst teknar til skipta.

Ég sagði það víst í síðustu færslu og endurtek,,,,,,,,,Orð skulu standa hvort sem sögð eru eða rituð.


Stórborgarbragur!!!

Aumt er orðið ástandið í Borg óttans. Það er ekki að furða að maður veigri sér við að koma til Tjöruborgar, og hvað þá að ganga um miðbæinn að kveldi til.

Öðruvísi mér áður brá. 


mbl.is Stunginn í bakið á Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpa sem ekki má nefna...........

Jú sá gamli er búin að hanga heima í dag, samt skárri en í gær.

Nú er verið að dunda við að elda súpuna sem ekki má nefna.

Eigi ætla ég að gefa upp mikið um þessa súpu.

En samt er talið gott að nota í hana slatta af helvítis þjóðvegalambi, eða þá geidarkjét. Fer eftir smekk manna og kvenna. Það er ljúft að brúna kjétið í smá tíma á öllum hliðum og köntum áður en það fer í stóran pott. Varast skal að brúna of lengi ef geidarkjét er notað. Út í pottinn má síðan setja sitt lítið af hvurju. Bara eftir smekk. Til dæmis, lauk, rófur, gulrætur, hvítlauk, og já bara það sem fólki dettur í hug. En eitt finnst mér eiginlega algert möst,,,,,,og það er að nota hina al Íslenzku skessujurt. Hún á það til að setja sérstaklega góðan keim af þessari súpu sem ekki er rætt um.

Hér er bara lítið brot af því sem hægt er að nota í svona gjörning talin upp, og eigi skal ég ljóstra upp öllu.


Tóm leiðindi bara.

Jæja já.

Ætli sé ekki tím til komin að pára unhvað hér á blað, eða hvað maður á nú að kalla þetta.

Ég er komin í tveggja daga frí af Jökulsárlóninu. En síðustu tveir dagar þar eru búnir að vara svona hálf móðukenndir og ekki er dagurinn í dag búin að vera góður. Fór nú á verkstæðið í morgun. Átti tíma hjá lækni klukkan 08:20 þar sem Svanný leist ekkert á heilsuna hjá mér. Nú eins og manni ber víst skylda til þá mætti ég í tímann hjá dokksa og var bara rekin heim með feitan lyfseðil. ~Þú átt að liggja í bælinu þar til þú verður í það minnsta orðin hitalaus sagði doktorinn.~ Svo voru það nú mörg orð.

Mér hund leiðist að vera veikur. Nú er ég nánast komin með legusár og ákvað því að færa mig úr rúminu og setjast við tölvuna uns fréttir byrja í sjónvarpinu. Maður getur víst ekki sofið endalaust þó mann langi til þess.

Working for a living.

Orð skulu standa var ritað unhvers staðar. Ég hefi reynt að fylgja því mottói þó svo aðrir geri það kannski ekki. 

On my way to work

Valdi kaldi var syfjaður og auðvitað varð Ragga að gerast koddi rétt eins og hjá Svenna Camaro um daginn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband