26.7.2008 | 22:01
Ketilásdraumurinn hvarf hjá sumum.
Jebbs ég lauk vinnu deginum í gær með því að hjálpa frúnni við skúringar á netaverkstæðinu.
Ekki gleymdi Binni bakaragæd að sækja mig í morgun. Unhver þreyta var í unhvurjum sem kíkt höfðu á dansiball í gærkvöld og lítt sofið fyrir brottför vestur á Jökulsárlón. Og eftir svona langa stranga erfiða nótt er nú ekki slæmt að hafa góða öxl að hvíla á.
Það var þungbúið í morgun. Síðan kom þoka. Svo skein sólin. Svanný mín kom vestur eftir því henni leiddist heima. Ingi Björn bauð henni með sér á Zodiak.
Heilt á litið var þetta bara hin ágætasti dagur þó svo að þokan læddist aftur yfir undir kvöldið.


Við ætluðum nú að vera norður í landi í kvöld á dansiballi í Ketilás, en vinnan gengur fyrir skemmtanalífinu.
Bloggar | Breytt 27.7.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 20:01
Ráðherfa.........
Ég tók fram leifarnar af gamla kúlukolagrillinu mínu í dag. Eigi hafði ég efni á að fjárfesta í þjóðvegalambi til að smella á grillið. Þess í stað lét ég duga hamborgarasvínakótelettur frá Ali. Unhvað af nýuppteknum Gullauga jarðeplum eða nánast jarðsprengjum flutu með á grillið. Ágætis máltíð.
Þetta var etið yfir fréttum nauðungaráskriftarsjónvarpi allra landsmanna. Þar rausaði ~álíka óstarfhæf forsetisráðherfa og herr Geir Hilmar Haarde~ um lásý ummæli unhvers starfsmanns virts Amríkansks fjárfestingabanka. Mottó þessarar ríkisstjórnar og starfandi forsætisráðherfu er að gera ekki razzgat nema loka af fögrum dal austur í Álftafyrði fyrir umferð landans. Jú og að endurnýta bankana sem þau gáfu vinum og vandamönnum og stefna leynt og ljóst að endurheimta og gefa unhvurjum öðrum gæðingum.
Svo voru það nú mörg orð.
En á morgun fer ég vestur á lón að sigla þó ég sé ekki komin með nýja Walkman síman minn og verði að notast við gamla Ericson sem er með timer sem gengur of hratt.
Eina sem gæti reddað mér er að bílstjóri staffa bílsins gleymi að ég eigi að vinna næstu fjóra daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 17:43
Lífið er vinna.........
Þá er ég búin að taka einn dag á netaverkstæðinu. Ég var að vinna í svarta helvítinu.
Það var nú bara gaman að hitta á Pálma sem prumpar eins og hestur og Sigga ~Risa~.
Ég verð aftur á verkstæðinu á morgun.
Fátt er svosem að ske í kringum mig, en þann áttunda ágúst fer ég á tónleika í borg óttans. Ég ætla nú ekki að stoppa þar nema bara rétt á meðan ég hlýði á Clapton gamla. Bruna svo bara heim aftur því ég á að vinna á Jökulsárlóninu þann níunda.
Þá um kvöldið er hætt við að mikið verði í gangi. Einar og Erna stefna að því að hafa hina stórkostlegu flugeldasýningu. Ég hefi eigi séð hana áður en þetta er víst alveg verulega magnað sjónarspil.
Öðru hvoru megin við helgi fæ ég nýja Sony-Ericson síman minn sem er með réttum ~timer~ og er líka tónlistarspilari........ Jibbíííí..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 22:12
Svei mér þá barasta.
Ótrúlegt en satt,,,,,,,ég svaf alveg þangað til að ég vaknaði í morgun.
Sötraði smá kaffi áður en ég fór að sækja strákana. Ferðin vestu eftir gekk fínt, kannski fyrir utan það að dúmma á einn smáfúgl.
Það var fín traffík til að byrja með. Unhver hjólabátageneráll vildi ráða hverjir sigldu hvert og hvað væri gert. Þverhausinn hann ég hlustaði bara ekkert frekar en fyrri daginn og fór bara þangað sem ég komst við ágætis undirtektir farþeganna minna.
Unhvað yfir 900 manns sigldu með oss í dag.
Nú er ég að fara að versla mér svona Walkmann síma frá Sony svo ég geti hlustað á tónlist og gamli síminn minn er orðin lúinn og lasinn og timerinn í honum gengur allt of hratt.

Bloggar | Breytt 23.7.2008 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 21:07
Flensa? eða hvað?
Jæja maður komst til vinnu í morgun nokkuð skammlaust. Það var frekar þungbúið en logn.
Þegar líða fór á morguninn fór að bera á einkennilegri veiki sem herjaði á hluta af starfsfólkinu hjá okkur. Helst bar á síþreytu og ein þjáðist af mikilli morgunógleði sem framkallaði heiftarleg uppköst. En það mun víst stundum fylgja þeirri áráttu hjá konum þegar óléttan herjar á þær. Unhverjir starfsmenn þurftu skyndilega að hverfa heim á leið svona uppúr hádegi og er lítt við því að gera.
Dagurinn endað með austan vindsteytu og hellirigningu.
En ég skilaði mér í hús..........


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 06:29
Mánudagur til........
Þá er maður klæddur og komin á ról. Löngu fyrir áætlaðan fótaferðatíma. Ég er ekki að ná þessum svefntíma hjá mér. Farin að vakna á hverjum morgni í kringum fimm í staðin fyrir sjö.
Það var sól og blíða fyrripart dags í gær vestur á Jökulsárlóni. Ágætt að sigla, við komumst út á lónið sjálft. Mér skilst að ágætlega gangi í heyskap á Reynivöllum. Við förum þrír saman vestur á eftir á Skódilakknum. Svenni Camaro og Valdi kaldi eru að koma úr fríi. Siggi litli og Siggi Óla held ég að hafi tekið sér næturgistingu á Reynivöllum og ætlað í grillveislu og fjórhjólaferð.
Í dag er rigningarsúld og hætt við að grátt verði yfir öllu. Vindátt er hagstæð svo vonandi losnar unhvað af smáís frá austurlandinu.
En l8er.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 19:51
Best að láta á það reyna.....
Dagurinn í dag byrjaði vel.
Ekki var maður nú samt lengi í paradís. Við kíktum í Lónið til Nonna og Sessu. Þau voru að dunda sér í sumarbústaðnum og bara besta mál. En svona er það nú bara.
Ég ætla að reyna að þrauka næstu fjóra daga í siglingunum. Eins og sagt er,,,,bara láta hvern dag nægja sínar þjáningar. Ef ég gefst upp núna þá bitnar það á hinum strákunum sem eru skipherrar á Larc-5 hjólabátunum. Þeir eiga sín frí og ef ég hætti núna þá er ég bara að auka á þeirra álag. Þyrfti helst að kaupa mér svona Æ-pottara svo ég geti bara siglt í næði og hlustað á mína tónlist óháður öllu öðru.
En altéð ég fer vestur á Jökulsárlón í fyrramáls.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2008 | 22:00
Já það er nú það....Verðbólgudraugurinn.
Já nú á að láta hann Tryggva Þór myrða verðbólgudrauginn. Betur færi að það gengi upp.
En við að sjá þessa fregn um Tryggva rifjaðist upp saga sem Tryggvi Vilmundarson netagerðameistari sagði mér stuttu áður en hann dó.
Hann var umvafin ungum drengjum og var að spyrja þá hvað þeir ætluðu að gera þegar þeir yrðu fullorðnir. Flestir ætluðu að verða skipstjórar eða flugmenn. Tryggvi Þór svaraði seint svo Tryggvi Vilmundar ítrekaði spurninguna við nafna sinn.......... Eftir smá þögn svaraði Tryggvi Þór......Ég ætla að verða morðingi.....
Svo voru þau orð og Tryggvi Þór. Gangi þér vel að myrða verðbólgudrauginn...
![]() |
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 21:57
Að duga eða drepast??
Í þrjá daga er ég búin að vera að sigla í sama plotterfarinu vesturfrá. Það þykir mér lítt spennandi. En núna er ég komin í tveggja daga frí frá siglingum. Fer á netaverkstæðið í fyrramálið. Þessa frídaga mína ætla ég að nota til að hugsa minn gang varðandi vinnuna þarna á lóninu. Þarna eru upp til hópa ágætis krakkar í vinnu, en öll eru þau mun yngri en ég. Örfá af þeim á ég frekar erfitt með að umgangast því miður. Þar af leiðandi hefi ég upp á síðkastið haldið mig utan við hópinn eins og frekast er hægt án þess þó að vera með ókurteisi gagnvart einum né neinum. En ég ætla sem sagt að hugsa minn gang til laugardagskvölds og vera þá búin að gera það upp við mig hvort ég tel það þess virði að halda þessu starfi áfram.
Að öðru leyti er allt fínt að frétta héðan úr Dagsbrún, fyrir utan heljarins höfuðkvalir og horrennsli hjá húsbóndanum á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2008 | 22:41
Svo er nú það.
Það var ögn skárra að sigla í dag en í gær.
Samt var þetta furðulegur dagur.
Það fór fram athöfn úti á lóni í morgun. Svíi sem komið hafði og siglt á lóninu fyrir mörgum árum hafði beðið um að eftir andlát sitt og líkbrennslu skyldi öskunni dreift í Jökulsárlónið. Einar Björn sigldi með nánustu ættingja og var það gert.
Það sem eftir lifði dags var bara svona hefðbundin sigling og lítt spennandi að mínu mati. Jú maður sá nýjar og nýjar hliðar á ísnum, en ungvin tilbreyting í siglingu, dagur tvö þar sem maður siglir sama plotter farið trekk í trekk. Skriðið með landi á tveggja metra dýpi. Maður er að festast í þessu eins og strætóbílstjóri á leið 5. Vonandi gerir sunnan rok í nokkra klukkutíma svo maður nái úr sér þessum leiða.
Ungvinn frægur kom á Jökulsárlónið í dag.
Mér fannst ég samt kannast við svipinn á einum túristanum, veit ekki hvort hann er þekktur leikari frá Ameríku eða Bretlandi. Er ekki frá því að hafa séð hann leika í mynd með Monty Python genginu. En ef unhver veit betur má sá hinn sami leiðrétta mig með litlu kommenti.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)