16.7.2008 | 06:29
Sundsprettur í Jökulsárlóninu..
Dagurinn í gær var furðulegur.
Eftir suðvestan og vestan vindinn í fyrradag hafði ísinn á lóninu mjakað sér að austurlandinu. Frekar erfitt var að sigla og höfðu menn nóg að gera, sé í lagi strákarnir á zodiakbátunum. Það vantaði nú ekki kraftinn í þá og má segja að sumir hafi gengið full vasklega í að ryðja ísnum. Valdi kaldi hin Íslenski ruddi taldi fljótlegra að synda bara um lónið og ýta ísnum þannig. Í það minnsta yfirgaf hann zodiakinn í snarhasti. Unhverjir túristar um borð í bátnum hjá humarbátsskipstjóranum Sigga Óla töldu þessar æfingar á Valda vera svona partur af prógramminu og vildu vita hvort svona show kostaði unhvað aukalega.
Seinnipart dags urðum við að hætta öllum siglingum þar sem norðan hvassviðri brast á og lokaðist allar siglingaleiðir.
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 07:18
200 ferðir
Í gær þegar ég kom á lónið byrjaði ég daginn á að fara í ferð númer 200 síðan ég byrjaði í vor. Bara gaman að því.
Annars bara allt fínt að frétta héðan.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 07:03
Helgarfrí.......
Þá er helgarfríið mitt búið.
Við hjónin nýttum fríið mitt bara vel. Á laugardeginum lögðum við hjólbarðana á gamla Thunderbird á klæðningu Íslenska þjóvegarkerfisins. Við rúlluðum okkur austur á Hérað. Okkur hafði verið boðið að koma í bústað til heiðursfólksins Steingríms og Ásu. Eftir að hafa rúllað sem leið lá eftir þjóðvegi 1 lögðum við á Öxi. Þar var nú þoka eins og algengt er. Aftur duttum við á veg númer 1 eftir að Öxi sleppti. Enn er frekar leiðinlegur óklæddur vegspotti í Skriðdalnum, og spurt er hvenær ætli sá kafli verði lagður bundnu slitlagi?
En í bústaðin skilaði gamli Fordinn okkur. Þarna áttum við góðan tíma. Steini sá um grillveislu þar sem boðið var upp á þjóðvegarlamb, ekki forkryddað heldur var það kryddað að hætti húsbóndans. Sú eldamennska sveik ekki bragðlaukana. Bertha og Bjössi vildu sér fóður og fengu kjúlla og SS pylsur. Húsbóndinn lét sig hafa það að gera tilraun til að sötra einn bjór meðan grillað var, og gekk það svona frekar hægt að klára Danskan konunglegan mjöðinn.
Kvöldinu eyddum við í notalegt spjall ásamt smá tuðrusparki.
Við hjónin vorum komin heim um miðjan dag í gær, hefðum alveg verið til í að vera lengur, en það verður bara seinna.
Þakkir fyrir fína helgi.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 21:39
Logn!!!!!!!!!!
Ég er komin í helgarfrí og við ætlum að ferðast á morgun.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 21:03
Grár dagur í dag...........
Nú er bara einn vinnudagur eftir hjá mér og þá fæ ég fyrsta helgarfríið mitt síðan í maí. Í dag var met dagur í siglingum, rúmlega 800 farþegar sem er bara gott. Mér fannst þetta reyndar vera mjög leiðinlegur dagur. Allt var grátt, lónið,himininn já bara allt nema ísinn. Þetta var í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði að sigla þar sem ég sá ekki nokkurt myndefni og tók þar af leiðandi ungva mynd. Kannski er ég bara að falla svona inn í umhverfið. Mér til dundurs á milli þess sem ég sigldi þá notaði ég eyðurnar í að þrífa sand og drullu af bátunum sem ég komst í námunda við. Það mætti nú alvega gera meira af því. Mér í það minnsta finnst lítt gaman að koma að pallinum með haugdrullugan bát, hvort sem það er stefnið, farþegadekkið eða afturskipið.
Við erum að stefna að því að skreppa á Héraðið í helgarfríinu mínu. Það skýrist annað kvöld hvað verður.
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 07:39
Allt saman lygi........
Síðustu daga hefi ég fylgst töluvert með veðurkortum á hinum ýmsustu síðum. Og enn og aftur hefi ég verið sannfærður um að veðurfræðingar ljúga. Hér á mínu svæði hefur átt að vera sól og blíða síðustu sex daga, og hefur það brugðist nánast hvern einasta dag fyrir utan laugardaginn síðasta. Þá sáum við til sólar vestur við jökulsá.
Ég verð bara að vera sammála honum Bogomill sem söng hér í denn ~Veðurfræðingar ljúga~.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 16:08
Útrás.........
Jæja þá eru gestirnir okkar farnir. Steini og Ása ásamt börnum eru farin af stað austur á hérað þar sem þau munu dvelja í sumarbústað í svona viku tíma. Nafni minn er að leggja í hann norður á Sheep River Hook, vonandi sækist heimferðin hjá honum vel. Þessir dagar sem þau dvöldu hjá okkur voru bara mjög góðir.
Eina sem skyggði á var bévítans lygin í veðurfræðingunum. Hér átti að vera sól alla daga en lítt sást til hennar. Reyndar þegar þau komu vestur á Jökulsárlón fengu þau sólskin og blankandi blíðu. Allir fóru ánægðir heim eftir þá ferð. Kann ég þeim Einari Birni og Ernu bestu þakkir fyrir þær móttökur sem gestirnir mínir fengu á Lóninu.
Við Svanný erum nú að pæla í að leggja malbik undir öll fjögur hjólin á gamla Ford og heimsækja Steina og & austur á Hérað um komandi helgi þar sem ég mun eiga helgarfrí frá vinnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 22:32
Humarsúpa dauðans að hætti Steina og Ásu.......
Í gærkvöld þegar gamli gráni dröslaðist heim frá Jökulsárlóninu beið mín yndisleg humarsúpa sem Steini og Ása höfðu handerað.
Krakkarnir fóru í þetta eftir að hafa rúllað vestur á lón með Svanný á gamla Ford. Þar sigldu þau einn rúnt með mér og svei mér þá þaim líkað bara vel. Bjössi litli sá um að fræða farþegana um hitt og þetta hvað viðkemur Larc 5 og lóninu.



Bloggar | Breytt 7.7.2008 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 21:37
Palli hvað....?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 07:33
Hátíð í bæ!!!!!!!
Já þá er humarhátíðin byrjuð.
Steini og Ása ásamt börnum eru komin hingað til okkar og er það beZta mál. Ronni sonur minn er líka mættur á svæðið. Við kíktum aðeins á svæðið í gærkvöld og fengum okkur humarloku á Hleininni. Hleinin er veitingastaður sem er bara starfræktur tvo daga á ári. Þessar lokur svíkja ungvan.
En núna er ég að fara vestur á Jökulsárlón að sigla og ætlar fólkið mitt að koma í heimsókn og taka léttan rúnt með mér um lónið á KLAKA litla. Nú og ef ég verð ekki á Klaka þá bara á Jökli, Dreka eða Jaka.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)