10.9.2008 | 19:23
Jahá há........
Já alldrei þessu vant er ég búin að sitja framan við nauðungaráskriftar sjónvarp allra landsmanna og horfa á tuðruspark. Hjó eftir því að dúdarnir sem lýsa leiknum töluðu um slakt lið frænda okkar Skota. Ja ef Skotarnir eru slakir hvað má þá segja um strákana okkar? Eiður latur eins og honum er einum lagið, en restin gerir sitt besta.
En áfram Skotland,,,,,.
![]() |
Skotar unnu nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008 | 12:30
Barnabarn........
Í gærdag bárus mér þær fréttir að Una og Haukur væru búin að eignast son. Fæðingin gekk víst bara vel fyrir sig og heilsast móður og syni vel. Þetta er víst barna barn númer sex hjá mér.
Una og Haukur til lukku með soninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 21:51
Bévítans klukkfaraldur,,,,,,en jæja.........
Ormurinn hann Steingrímur Helgasons gerði mér þann óleik að klukka mig...........
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Ég hefi víst stundað sjómennsku af ýmsum toga.
Um tíma var ég fóðurgerðarmaður í loðdýraeldhúsi KS.
Skipstjóri á Larc 5 í eina þrjá mánuði.
Netagerðarstrumpur hjá Ísnet.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Er lítið fyrir bíómyndir, en.......
Easy Rider.
Kitty kitty bang bang.
Tommy.
Das Boat.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Höfn.
Sauðárkrókur.
Hornafjarðarbær.
Á eftir að finna þann fjórða.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Boston Leagal.
Veðrið á Stöð2.
Veðrið á Rúv
Leiðarljós.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Bretlandseyjar (Skotland,Shetland,England)
Mæjorka.
Spánn.
Færeyjar.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
visir.is
belgingur.is
kvartmila.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Saltað hrossakét.
Steikt ýsa í raspi.
Humar.
Saltfiskur með hömsum og karböllum.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Þrautgóðir á raunarstund.
Góði dátin Svejk.
Öldin okkar.
Ofvitinn.
Fjórir bloggarar sem ég klukka.
Anna K. Kristjánsdóttir.
Jóhanna Magnúsar-og Völudóttir.
Víðir Benediktsson.
Haraldur Bjarnason.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 20:45
Úfff........
Já nú er allt að verða eins og venjulega. Verkstæðið kallar fimm daga vikunnar. En í vetur hefi ég hugsað mér að vinna ekki einn einasta tíma í yfirvinnu. Það er nebbnilega svo mikil velmegun hér á Íslandi að ungvin á að þurfa að vinna lengri vinnudag en átta tíma.
Mér gengur lítt að eiga við að skjóta mér gæsir í matinn, bara komin með ellefu fúgla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 20:30
Sumarfríið á enda...............
Já ég var víst í svona helgarfríi á sunnudaginn var. Unhvað var ég búin að minnast á það hér í moggabloggeríisheimi.
Ákvað í framhaldi af því að taka mér sumarfrí. Og nú er mitt þriggja daga sumarfrí búið. Fórum í Lónið, skoðuðum eyðibýlið Þórisdal. Rúlluðum inn að Dýmu á Jökulsáraurum. Þar sá Balto múkka ræfil og þurrkaði sér út um bílgluggann hjá mér til að geta heilsað uppá fúglinn. Sem betur fer ældi múkkinn ekki á hundræfilinn.
Síðan rúlluðum við sem leið lá niður að Hraunkoti. Það er fallegt bæjarstæði,,,,,, ~In the middel of nower.~
Eftir þennan rúnt var nóg komið og við kíktum aðeins í kofann í fjöllunum og sóttum nokkrar Írskar svínalundir sem við höfðum gleymt þar um daginn.
Á þriðjudagsmorgni fór ég á ról rétt fyrir klukkan fjögur. Jón Ágúst og ég ásamt Nótt og Balto kíktum á gæsaveiðar. Lítt fór fyrir aflanum, aðeins fimm fuglar. Nótt og Balto voru dugleg að rífast um hvort ætti að sækja hvaða fugl. Þegar við nenntum ekki að vera lengur á veiðum var haldið heim á leið. Lítið var gert það sem eftir lifði dags.
Í gærmorgun var aftur farið til veiða. Þá hundlausir því túnið sem við höfðum til afnota bauð ekki uppá mikið af felustöðum. Við feðgar erum víst ekki svo miklir veiðimenn að þurfa 100 gervigæsir tvo svona felurúllubagga og tvö felubyrgi til að liggja í. Í flestum tilfellum höfum við náð okkur í soðið. Ég í mínum útsöluvöðlum sem eru ekki einu sinni í ~Max4~ camo og í unhversskonar regnslá í fáráðlegum felulitum sem kostaði 999 kr í Húsasmiðjunni. Lítt var að fugli í gærmorgun. En ein og ein gerði árás á okkur úr sólarátt þar sem við sváfum til skiptis í drullupolli umvöfðum grastoppum. Afli morgunsins voru fimm gæsir. Þá er ég komin með níu stykki og bara kátur sem slátur með það. Þegar heim var komið dró ég hana Svanný mína út í bíltúr. Ferðinni var heitið rétt vestur fyrir Hossubrúnna. Já við kíktum í Haukafell. Þangað höfðum við ekki komið áður. Þar voru síðustu ábúendur hún Guðný sem gaf mér axlabönd þegar ég var átta ára gutti í sveit á Breiðabólstað, og hennar maður Vilhjálmur. Þetta heiðursfólk voru amma og afi æskuvinar míns hans Villa Bósa. Svanný smellti af nokkrum myndum þarna og á hún örugglega eftir að setja unhverjar inn á Flickr síðuna sína. http://www.flickr.com/photos/zwanzy/
Alvara lífsins tók svo við í morgun. Ég fór í mína alvöru vinnu. Þar beið mín illa lyktandi síldarnót. Ungvin hafði saknað mín þennan tíma sem ég hafði verið fjarverandi af verkstæðinu, nema kannski hann Kolur sem tók vel á móti mér. Skil varla hví hann sakaði mín ekki hefi ég tíma í að eyða hálfum vinnudegi í að leika við hann. En ekkert hefur breyst þarna á verkstæðinu þannig að ég bara setti tappa í eyrun þar sem hljómuðu ljúfir tónar frá Clapton,Eagles, Jeff Haley og Sálinni hans Jóns míns. Það er gott að eiga Sony Ericson Walkman síma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 11:11
Fjölskylduflandur........
Gærdagurinn var góður.
Við sváfum alveg þangað til við vöknuðum. Drukkum síðan kaffi í ómældu magni. Svo var komin tími til að gera unhvað svona fjölskylduvænt. Byrjuðum á að kíkja í Nesjahverfið og drekka aðeins meira kaffi hjá Jóni og Döggu. Skoðuðum 10 stykki hvolpa sem fæddust 28 ágúst. Svanhildur kíkti líka á nýskverað hjónaherbergi hjá Helgu og var það bara flott.
Síðan rúlluðum við á gamla Ford vestur að Jökulsárlóni, fengum þar lánaðan zodiac hjá Einari Birni. Sigldum um lónið í rúma 2 tíma. Fórum í Stemmulónið sem eitt sinn var og veiddum þar þrjá silunga. Skoðuðum jökulstálið og höfðum bara góðan dag.
Núna á eftir ætlum við að rúlla austur í gegnum Almannaskarðsgöng og dúllast um í Lóni. Gá hvort við sjáum svarta svani og unhvað annað merkilegt.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 11:10
Sunnudagur til sælu.....
Nú er ég í fríi.
Lenti í svona auka vinnudegi í gær.
Í lok föstudagsins fór ég með þeim Ágústi, Val og Fridu í langan Zodiac túr. Lögðum við smá netastubb og tókum síðan rúnt með fram brúninni á Breiðamerkurjökli. Alla þá daga sem ég hefi verið að sigla á Lóninu hefi ég horft löngunar augum inn að stálinu og hugsað sem svo að þetta langi mig að skoða í návígi. Svartsýni var nú farin að angra mig um miðjan föstudaginn, en svo birti til þegar við fórum um borð í gúmmítuðruna. Og aftur fórum við að stálinu í gær í lok vinnudags. Það er magnað að horfa á þessa 50 til 60 metra háu ísbrún og vita það að dýpið undir tuðrunni sé að minnsta kosti 208 metrar. Oft í sumar hefi ég heyrt ógnar háar drunur og nánast sprengingar þegar mörg hundruð tonna ísblokkir hafa verið að brotna framan af jökulröndinni.
En núna er þessum kafla lokið, sumarvinnan mín er búin og netagerð tekur við.
Deginum í dag ætla ég að eyða í svona dúllerí með henni Svanhildi minni og hundinum okkar honum Balto. Þau hafa sitið á hakanum í allt sumar sökum of mikillar vinnu hjá mér.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2008 | 20:34
Nú haustar skart....... hugsa ég.
Jebbs.........
Nú á ég líkast til bara eftir einn vinnudag á Jökulsárlóni. Traffíkinn er að detta niður eins og gerist og gengur þegar haustið nálgast. Sumarið hefur verið ágætt að mörgu leyti, en ekki jafn gott að öðru leyti. Ég er búin að vinna mikið. Ég hefi líka lítið sinnt heimilinu sökum anna. Vonandi verður breyting á. Heilt á litið hefur vinnan á Lóninu verið skemmtileg. En eins og ég hefi kannski minnst á unhvers staðar þá líkaði mér ekki allt, sumir af þessum krökkum sem ég vann með fóru í mínar fínustu. En þetta hafðist. Ég ætla nú samt að þakka þeim Einari og Ernu fyrir sumarið, og einnig krökkunum sem ég er búin að vera að vinna með þarna. Ég á nú ekki vona á að þau lesi þetta.
Fyrstu tvær gæsirnar eru komnar í frost, vona að ég nái unhverjum til viðbótar.
Ég er ekki alveg viss um að ég byrji af krafti á netaverkstæðinu á mánudag. Kannski ligg ég í leti í einn, tvo eða þrjá daga.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 22:44
Helgarfrí..........
Já nú er að ljúka langþráðu helgarfríi hjá mér.
Gamla settið er búið að eyða þessum tveimum dögum uppi í Stafafellsfjöllum ásamt Balto litla. Þar var grillað og farið í gönguferðir. Bara mjög góðir dagar.
Sólveig og Veigar komu við í dag ásamt Atla pabba hans Veigars. Það var verið að kveðja okkur gamla settið því stelpan mín er að flytja aftur á Sauðárkrók.
Maður á nú eftir að sakna þeirra.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 23:18
Sprell og hrekkir.
Í dag var svona prakkara og hrekkjalómadagur hjá okkur á Lóninu.
Ég fór með Jóa Danner, Sigga litla og Önnu Betu á Skódilakknum vestur eftir. Ég hafði með mér haglahólkinn svona til gamans.
Þegar á fljótavegin var komið datt Jóa sú endemis vitleysa í hug að hann næði að hlaupa uppi álft. Og jú mikið rétt þegar fyrsta álftin sást nærri veginum stoppaði hann kaggann og rauk út. Jói er mikill spretthlaupari og drengurinn náði fuglinum. Lítt leist Önnu á það þegar átti að láta fuglinn sitja á milli okkar í aftursætinu svo álftin fékk að fara aftur til síns heima.










Við karlpeningurinn ræddum unhvað um skotfimi og annað slíkt. Kom þar til tals Liwerfools aðdáandi einn mikill hér á Hoddnafirði sem varð svo svekktur yfir leik sem púllararnir töpuðu að hann skaut af sér tvo fingur. Anna Beta var spurð hvort hún hefði skotið úr byssu. Já var svarið....... Hvernig byssu var þá spurt? Veit ekki svaraði hún........ þá brutust út þrjú verulega skítleg glott og unhver sagði. ~Þú verður þá að prófa þessa á eftir?. Hún samþykkti það. Þegar á Breiðamerkursandinn var komið stoppuðum við. Fórum út úr Skótanum og sögðum... Anna nú átt þú að skjóta á flösku.. ~En ég er í belti svaraði Anna~. En stúlkukyndinn kom út úr bílnum og fyrir rest þá skaut hún við mikinn fögnuð áhorfenda. Stórir og stæðilegir bræður gripu hana í bakfluginu og byssan féll nánast í jörðina. Ég hló svo mikið að ég gat ekki tekið mynd.
Á ýmsu gekk á Lóninu sem ég nenni ekki að rita um í kvöld,,,,,,,kannski seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)