19.10.2008 | 20:54
Bloggkreppuleti...........
Já það hrjáir mig heljarins mikil bloggleti.
Nenni ekki að fylgjast með kreppufréttum. En heyrði samt að Ingibjörg Sólrún og Össur ætla að leiða þjóðina út úr þessum vanda á næstu árum.
Við gamla settið rúntuðum um sveitir í gær í góðu veðri og tókum myndir. Snérum við hjá Jökulsárlóninu.
Í dag var ekki eins gott veður. Slyddudrulla og leiðinda rok. En jú það er víst komið haust.
Við eigum orðið unhvað yfir 80 gæsabringur í frosti,20 kg af humri, 36 kofareykt bjúgu frá Kjarnafæði og 70 pakka af núðlum. Eigum altéð unhvað að éta næstu dagana. Jú og ein 3-4 kíló af gæsalifur og hjörtum eru víst til líka, en ungvin matvinnsluvél til að gera gæsalifrarpaté............
Kreppa hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 22:52
Svo voru það nú mörg orð!!!!!!!!!!!
Þá er víst kominn tími á að pára unhvað hér fyrst frúin mín fagra er farinn að kvarta yfir bloggleysi frá mér.
Ég náttúrulega veit ekkert hvað skal pára.
Sá í sjónbartinu að Guðjón A. Er búin að sjá hvernig koma má kvótanum aftur til þjóðarinnar og er það gott mál.
Gæsin er að yfirgefa klakann,,,,,,,slæmt mál. Kannski maður ætti að forða sér líka?
~Hann~ heldur blaðamannafundi nánast daglega, en ég skil ekki orð af því sem ~hann~ segir. Ég held ég hafi lært Íslensku. Ég skil orðin en fæ ekkert samhengi. En ~hann~ er nú líka hálfgerður Norðmaður og þaðan hefur nú fátt gott komið.
Við skruppum í Tjöruborgina á fimmtudaginn síðasta.
Versluðum núðlur, kaffi, bjúgu og jeppa ásamt smotteríi öðru. Flest var kauptað í Bónus nema jeppinn. Ókum heim á föstudeginum.
Rúlluðum síðan vestur á Reynivelli þar sem heiðursfólkið Erna og Einar Björn höfðu lánað okkur kofa til að dvelja í yfir helgina. Það var bara gott.
Unhverja næstu daga hefi ég hugsað mér að leggja þjóðveg undir hjól og kíkja á norðurlandið. Þar eigum við hjónin bæði börn, barnabörn og vini sem okkur langar að hitta.
En það kemur bara í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 06:13
Einmitt.
Já það skeður mest á nóttinni.
Nú er bara spurningin hvar á maður að geyma ónýtu krónurnar sínar?
Undir koddanum eða hjá Þórólfi og Geirmundi í Kaupfélagi Skagfirðinga?
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 20:09
Greindarlausar greiningar.........
Raungengið 50% undir sögulegu meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 20:04
Nú á að skerða........................
Já nú á að fara að skerða lífeyrissjóðinn minn.
Hvert ætli maður geti snúið sér?
Hvern ætli sé hægt að ásaka?
Hvern getur maður farið í mál við?
Spyr sá sem ekki veit?
Ég ætlaði til Tjöruborgar í dag.
Ég átti von á smá svona arfi.
Það kemur ekki neitt, því þessar krónur voru í Landsbankanum.
Hverjum er um að kenna?
En það skiptir kannski ungvu máli.
Þetta eru aurar sem ég hef ekki átt, né sóst eftir.
Verra ef það á að klípa niður rétt manna og kvenna sem greitt hafa í lífeyrissjóði svona til að geta kannski haft til hnífs og skeiðar í ellinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 17:30
Já!!!!!!!!! Það er nú það......
Mikill er máttur framsóknarflokksins.
Guðni og & sáu þetta allt fyrir.
Þessi sami flokkur sá líka alveg örugglega hver stefnan yrði þegar kvótakerfinu var komið á. Og þegar heimilað var að versla með kvótann. Þá urðu til peningar.
Framsókn og þeirra samstarfsflokkur vissu alveg hvað þeir voru að gera þegar ríkisbankarnir voru ~gefnir~ einkavinum.
Allt hjálpaðist að. Þessi verslaði hlut í þessum og öfugt, en ekki voru til aurarnir. Bara skipt á verðlausum hlutabréfum grunar mig.
En hvað veit ég?
Fyrir fjórum dögum ef minnið svíkur mig ekki birtist unhver bankastjóri Landsbankans í sjónvarpsfréttum og fullyrti að Landsbankinn stæði vel. (Vissi hann betur þá?) Var verið að plotta? Kannski að koma unhvurju unda?
Spyr sá sem ekki veit?
Í dag er litla landið norður á hjara veraldar vinalaust.
Pútin er að hugsa um að hjálpa eyríkinu sem útrásarbankarnir eru búnir að knésetja.
Steingrímur Joð vill draga menn til ábyrgðar. Ætli það sé svona pólitísk ábyrgð? Hún vegur nú létt.
Og hann sem öllu ræður talaði til þjóðarinnar í gær. Og byrjaði á að kenna öllum öðrum um ófarirnar en þeim sem offjárfestu á erlendri grundu með peningum sem þeir áttu ekki........
Svo er nú það.........
Guðni og Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 18:44
Auðvitað...........
Auðvitað er æskilegt að framlengja kjarasamningum sem hafa rýrnað allavegna um ein 30% síðan þeir tóku gildi. Hvað annað.
Jú best að láta pakkið sem minnst hefur borga fjármálasukkið hjá þeim sem hafa miljónir á mánuði í laun og feita starfslokasamninga.............
Eins og vinur minn á norðurlandinu myndi segja.........
Le Piffffffffffff.............
Æskilegt að framlengja kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2008 | 18:16
Gæsaveiði helgarinnar og annað.
Þá er farið að styttast í þessari helgi.
Haukur sonur minn og Una komu austur seint á föstudagskvöld. Þriggja vikna nafni minn var með í för. (Ég segi sko að hann sé nafni minn.)
Við feðgar fórum ásamt Sigga litla og Kidda syni hans á gæsaveiðar austur í lón eld snemma á laugardagsmorgninum. Það var hávaðarok og kuldi. Strax í birtingu kom heiðagæsahópur og settist við gervigæsirnar. Fjórum byssum var lyft og átta skotum skotið. Níu gæsir lágu í valnum og tvær gerviendur voru gataðar. Skömmu seinna komu fimm heiðargæsir inn til lendingar en snarhættu við, en enginn þeirra yfirgaf okkur. Og gamli kallin hann ég náði að taka tvær í einu skoti og síðan eina.
Enn bætti í vind og var bara orðið skíta veður. Siggi litli fór með strákinn upp í bíl þar sem kuldi var farinn að sækja að okkur. Lítið kom til viðbótar af fugli en samt tókst að ná tveimur grásum í safnið.
Seinnipart dags komu svo krakkarnir með nýjasta barnabarnið í heimsókn og mikið var nú gaman að sjá hann svona í návígi. Myndar drengur verð ég nú að segja.
Ég skreið nú frekar snemma í kojs þar sem mér hafði verið boði að Reynivöllum á veiðar. Hálf fimm var ég vaknaður og farinn af stað rétt um hálftíma seinna. Einar Björn tók á móti mér í hlaðinu og bauð mér inn í kaffisopa. Síðan var haldið niður á kornakurinn og stilltum við upp fjórtán kínverskum gervigæsum sem komu úr Veiðihorninu. Skriðum síðan í skotgryfjurnar sem Einar er búin að útbúa. Ekki þurftum við að bíða lengi eftir fyrsta flugi. Það var rétt byrjað að skíma í austri þegar fjórar heiðagæsir settust inni í kornakrinum. Þær voru utan færis en ég skaut nú bara í áttina að þeim til að fæla þær upp. Það dugði, tvær gáfu mér færi á sér og náði ég annarri en skaut ekki á hina.Einar missti af hinum tveim og ég reyndar líka. En töluvert koma af fugli og veiðin gekk bara vel uns byssan hjá mér festist. Ekki náði ég að laga hana þarna í skotgryfjunni minni þannig að ég rölti heim að Reynivöllum og náði að laga gripinn. Sandur og óhreinindi voru orsökin og virkar hún núna mjög vel.
Við ákváðum að vera ekki að liggja lengur heldur skreppa heim að bæ og fá okkur morgunmat hjá Ernu. Einar er búin að útbúa alveg frábæra aðstöðu fyrir skotveiði þarna við kornakurinn.
Rétt um hálf ellefu lögðum við af stað vestur á Jökulsárlón. Þar beið hann Ágúst eftir okkur ásamt einum 55 kínverjum. Þeir vildu sigla, þannig að Jökli og Dreka var startað og haldið af stað. Hundurinn minn hann Balto fékk að sigla með mér. Þvílík lukka sem dýrið vakti meðal túristanna. Held að fleiri myndir hafi verið teknar af honum en selnum sem lá á ísnum. (Og myndavélin mín var í brjóstvasanum á vöðlunum heima á Reynivöllum.)
Ætla að henda inn nokkrum myndum frá helginni hér fyrir neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 19:18
Jahérna hér!!!!!!!!!!!
Það er náttúrulega ekkert nýtt að þessi getulausa ríkisstjórn ætlist til að lífeyrissjóðirnir bjargi málinu með því að færa þetta yfir í krónur sem eru á hraðri leið til helvítis. Og jú líkast er nú hið besta mál að klúðra þessu almennilega svo hægt verði að skerða verulega hlut þeirra sem hafa verið að borga í lífeyrissjóðina í gegnum tíðina.
Lífeyrissjóðir komi að lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 20:44
Orð skulu standa.........
Ljóta helvítið hvað hann Geir getur ruglað.
Seint verða orð hans marktæk, líkt og frá í vor þegar hann fullyrti að krónan væri búin að ná botninum.
Nú á líkast til litla fólkið í landinu að redda málunum og herða sultarólarnar og borða bara eina máltíð í viku.
Glitnisaðgerð ekki endapunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)