24.5.2008 | 18:47
Júróvisíonmaturinn og!!!!!!!!
Jæja þar sem nú er að bresta á Júróvísión í nauðungarsjónvarpi allra landsmanna, og ég er lítið Júróvísíón fan þá ákvað ég nú samt að taka þátt í þessu geimi með Dalvíkingnum smáa en knáa Friðrik Ómari og bakraddarsöngkonu hans henni Regínu Ósk. Gróf upp gamla kúlukolagrillið mitt og tendraði upp í nokkrum kolamolum. Matseðillinn er svona Evrópubland. Írskar svínalundir, Hollenskir ferskir sveppir léttsteiktir í Íslensku smjöri. Bakaðar karböllur frá Akurnesi í Nesjatown. Nú og ég sem Íslendingur nota náttúrulega al Íslenskt smjér til að útbúa svona gúmmelaði til að setja í skorna krossinn í hinum al Íslensku Nesjakarböllur ásamt unhvurjum grænum jurtum í náttúru okkar Íslendinga. Svo vona ég bara að maturinn verði góður, Friðrik og Regína standi sig vel, og skáki árangri Sandfoksstaðarjúróvisíónfaranas Grétars Örvarssonar, sem hafði sér við hlið snotra stúlku sem ber nafnið Sigríður Beinteinsdóttur. Og ef Friðrik og Regína ná ofar á listann en Grétar og Sigga þá skal ég verða fyrstur Hornfirðinga að fara á Fiskmarkaðinn á http://barnaland.is/ og kaupa mér humar þar til að senda honum Sesar kisa sem búsettur er í höfuðborg Dalvíkurskíris,,,Hauganesi.
Eigið gott kvöld fólk..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 17:23
Landhelgislínudans.
Ég man nú enn þá tíð þegar ég var ungur og stundaði veiðar með fiskitroll annað slagið á gömlu Skógey. Hún var kölluð svona fjögurra mílna bátur. Ég man ekki málin lengur á henni en í það minnsta var hún of löng til að fá að fara inn að þremur mílum. Í vélarsalnum var Mirless Blackstone sem skilaði heilum 660 smáhestöflum.
Í dag eru breyttir tímar. Bátar sem eru ótrúlega öflug togskip fá að fara inn að 3 mílum. Allt í skjóli lengdarinnar. Vélaraflið tekið niður heil helling. Man ekki hvort miðað er við tæp 1000 hestöfl í dag. Og mörg af þessum skipum eru þannig útfærð að hægt er að bæta við aflið út í skrúfu frá ljósavélum. Þetta er allt saman löglegt, en mér finnst þetta siðlaust.
Ég hef þá skrýtnu skoðun að veiðar með fiskibotnvörpu eigi ekki að heimila innan við 12 mílurnar, en það er bara mitt álit. Varðandi athugasemd sem kom við færslu sem ég setti inn við frétt um meintar ólöglegar veiðar hjá Smáey VE, get ég lítið tjáð mig um. Veit ekki hvort algengt sé að Hornafjarðabátar stundi mikið veiðar við Vestmannaeyjar. En hitt veit ég að í gegnum tíðina hefur verið stundaður mikill línudans við Ingólfshöfðann. Bæði af snurvoðarbátum og trollbátum. Það væri lítið mál fyrir gæsluna að parkera þyrlu uppi á höfðanum þannig að hún sæist ekki frá sjó. Ég er hræddur um að það gæti farið frekar illa fyrir mörgum sem stunda línudansinn ef það væri gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 15:54
Það hlaut að vera..
Þar kom skýringin á þessari óvæntu truflun hjá okkur á golfvellinum í morgun er TF-Líf kom með hávaða og látum yfir okkur.
En gott og blessað að gæslan er virk og fylgist með miðunum í kringum okkur.
![]() |
Að veiðum skammt frá landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2008 | 13:50
Bongo blíða á Sandfoksstöðum.
Gamli maðurinn vaknaði fyrir allar aldir í morgun. Það var sól og logn, og nú skyldi haldið á golfvöllinn í svona Texas Scrambel mót. Það var nú ekki mikill fjöldi sem mætti, en við náðum í þrjú holl. Þetta var alveg frábært þó svo að drævin hjá mér væru ekki alveg að ganga upp. Við spiluðum einungis níu holur. Meðspilari minn hann Halli var að gera góða hluti, og spilamennskan hjá okkur var í heild bara fín. Þegar upp var staðið þá lékum við völlinn á einu höggi yfir pari og dugði það okkur til sigurs.
Ætla að smella inn nokkrum myndum sem ég tók í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 19:53
80% búin og vonandi klárast 20% sem fyrst........
Nú segir herra Geir H. Haarde að ríkisstjórnin sé búin að hrinda í framkvæmd 80% af því sem er í stjórnarsáttmálanum. Við skulum bara vona að þessi 20% sem eftir eru verði drifin af svo þessi stjórn geti troðið sjálfri sér þar sem sólin skín aldrei.
En að öðru. Í dag fékk ég atvinnuskírteinið mitt í hendurnar. Það er bara gott mál.
Í fyrramálið ætla ég að fara og spila í svona léttu golfmóti. Restina af deginum ætla ég að nota í að gera sem minnst. Ef veðrið verður sæmilegt verður grillað annað kvöld.
Sunnudaginn er ég að pæla í að nota í starfskynningu. Fara með honum Sigga litla vestur að Jökulsárlóni og sigla með túrista og kanna aðstæður. Það stefnir í það að ég verði þar að miklu leyti í sumar. Vinn þar fjóra daga, og svo tvo daga á verkstæðinu. En áttunda ágúst ætla ég ekkert að vera að vinna. Þá ætla ég að fara á tónleika með Eric Clapton með þrem yngstu krökkunum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 04:43
Enn og aftur.
![]() |
Ísland getur unnið Evróvisjón" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 19:23
Bara ágætt.
Jamm þá eru Regína og Friðrik búin að syngja og þá er tími til að fara unhvað út. Ég held þeim hafi tekist ágætlega til. Betur hefði ferðaaurum ráðherra og borgarfulltrúa verið varið til atkvæðakaupa, því varla veitir af.
Ég hefi ekkert verið að fylgjast með þessu Júróvisíon brölti og er frekar ónæmur fyrir því. Líkast til sé ég það á morgun hvort Hefðarkonan og Dalvíkurprinsinn komust áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 12:17
Gott fyrir landsliðið.
![]() |
Barcelona neitaði KSÍ um Eið Smára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 12:27
Bévítans grasið.....
Nú er helvítis grasið í garðinum að ná mér upp að hnjám. Ég á ungva djöfulsins sláttuvél og tími ekki að versla mér svoleiðis græju. Geri það kannski ef við fáum svona ódýrt litað bensín. Jú nema að Haukur á OLÍS setji á laggirnar svona ÓB dælu. Ég hefi nefnilega svo oft heyrt auglýsingar í úbartinu þar sem ÓB auglýsir ~ódýrt bensín~. Ætli prísin á því sé þá kannski billegri en mjólkurlítrinn.
Annars er ég nú bara að hugsa um að fara og heimsækja hana Hanný vinkonu mína austur á Dynjanda og biðja hana um að lána mér eina geit til að hafa tjóðraða í garðinum. Veit samt ekki alveg hvernig hundarnir okkar tækju því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 22:49
Hvað er í gangi ?
![]() |
Alvarleg aðför að hvalaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)