22.9.2008 | 20:39
Hví er maður að nenna..........
Ég hefi ekki um nokkurn skapaðan eða óskapaðan hlut að pára um frekar en fyrri daginn.
Þar af leiðandi ætti ég ekki að líta á þetta bloggerí.
Mætti í vinnu í morgun ekki alveg jafn illa haldin og ég var megnið af síðustu viku.
Er að vonast til að vera sprækur sem lækur um næstu helgi því þá hefi ég aðgang að flottri jörð þar sem mýgrútur er af gæs. Vona að hún verði þar enn og jafnvel unhvað bætist við af henni heiðu. Siggi litli og Jón Ágúst munu nýta þetta fína veiðiboð með mér. Nú fer að koma að því að maður reddi sér spæni og fari að reykja gæsabringur. En hér á bæ eru þær taldar góðar til átu af mér og hundinum, en frúin kann lítt að meta svona fóður. Hún vill bara Stokkendur brasaðar á ýmsa vegu.
Athugasemdir
bra bra bra......
Svanhildur Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:01
Ég þekki nú til hvað þezzi ~gæz~ er matvönd ...
Heilsan fari þér 'zízkánandi~ ven ...
Woff úr norðrinu ...
Steingrímur Helgason, 22.9.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.