8.6.2008 | 22:38
Sunnudagur til sælu.
Auðvitað vaknaði maður á réttu róli í morgun, jafnvel örlítið of snemma. Byrjaði á að Sækja Sigga litla og Katy. Síðan var Ágúst skipuleggjari sóttur. Það gekk smá svona lala að vekja hann. Grillveislan sem hann lenti í í gærkvöld stóð alveg til fimm í morgun. Í dag glotti sólin við okkur vestur frá. Svenskurnar voru komnar úr tveggja daga fríi og lá bara vel á Fridu og Emmu.
Klukkan tíu var fyrsta ferð hjá mér og Pat hinni Þýsk-Ítölsku. (já maður vinnur með allra þjóða kvikindum, líka Íslendingum.). Allt gekk vel fyrir sig, svona að því frátöldu að Dreki gerðist dálítið hraðgengur og neitaði hægaganginum. En því var kippt í liðin og var það létt verk. Helga Lucya tók tvær ferðir sem skipstjóri í dag og lukkaðist bara einstaklega vel.
Þær mæðgur Bogga og Rakel ásamt rest úr eldhúsi sáu til þess að ungvin var svangur eftir hádegið. Buðu þær upp á nokkur steikt lambalæri ásamt kartöflusalladi og ýmsu góðgæti. Ávextir og rjómi í eftirmat.
Einar Björn kom og tók eina ferð þegar sú staða kom upp að þrír bátar þurftu út í einu.
Jökulsárlónið skartaði mikilli fegurð í dag og sáust hin ýmsu litbrigði í jökunum. Í einni ferðinni minni tók erlent par upp á því að trúlofast á miðju lóninu. Bara gaman.
Í annarri ferð sáum við stóreflis klaka breyta legu sinni og skeði það með boðaföllum og ægilegum stunum frá Japönskum ferðamönnum sem voru um borð hjá mér.
Dagurinn var bara heilt út í gegn góður. Ég fór með Lilju og Vali upp að Reynivöllum og beið það uns Siggi litli pikkað mig upp.
Eftir að hafa snætt kvöldmat þá fórum við hjónin niður á verkstæði og skúruðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.