Dagur tvö á Lóninu....

Í morgun ræsti ég frúnna frekar snemma. Hún var nú ekkert ósátt við það því hún ætlaði að kíkja með mér í vinnuna. Það var dumbungsveður og súld þegar við brunuðum af stað á gamla Thunderbird. Vorum fyrst á staðinn af staffinu, en skömmu seinna mætti æðstráðandi í eldhúsinu hún Bogga. Ekki þurftum við lengi að bíða eftir kaffisopanum hjá henni. Smátt og smátt týndist restin af liðinu inn til starfa.

Skúmur einn sem hefur haldið til við skálann í ein 17-18 ár vakti mikla athygli meðal ferðamanna og margar myndir voru teknar af dýrinu.

Fyrsta ferð var farinn klukkan 11. það var hópur af Englendingum. Svanhildur sigldi með okkur og Helga Lucya var gædinn í ferðinni. Það fór svona undrunarkliður um hópinn þegar ég sullaði Dreka út í Lónið. Hætt var að rigna en dimmt var yfir. Fólkið var mjög ánægt með ferðina.

Siggi litli kom út á Lónið skömmu seinna á Klaka. Dóttir hans sigldi með okkur í allan dag. Ferð númer tvö hjá mér var með Þýskan hóp. Þegar ég stoppaði úti á lóninu og Helga hafði lokið því að segja fólkinu frá Breiðármerkurlóni og næsta nágrenni muldi hún niður klaka sem okkur var fært um borð tók fararstjórinn fram eðalfínt Skoskan drykk, og fengu Þjóðverjarnir að bragða á honum. Kallast þessi drykkur á íslensku Skoti á Vatnajökli, þó að jökullinn sé í drykknum. Ekki var mér boðið að smakka, enda var ég við stýrið. Uppúr klukkan eitt hægðist á og sólin lét sjá sig. Við starfsfólkið tókum til hendinni og sumir fóru að mála, aðrir að setja saman borð og ýmislegt viðhald var framkvæmt.

Dagurinn í dag var bara fínn og ég held að allir hafi farið sáttir frá Jökulsárlóninu.

Sólskríkjann okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Til hamingju með þetta drauma starf,ég elska þennan stað enda kem ég þarna eins oft og ég get 

Helena, 1.6.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband