Fínasti afmælisdagur,,só far.

Sá gamli skrapp hring á golfvellinum í dag. Fyrstu þrjár brautirnar spilaði ég á einu yfir pari. Eða sem sagt ég var komin þrjá yfir pari eftir þessar holur. Ég hafði orð á því við Haukinn að þetta boðaði ekki gott. Og það var rétt hjá mér því fjórða brautin endaði með sprengju. Par fimm braut og ég fór hana á níu höggum. Fimmtu brautina náði ég að para og var sáttur. Restin var í lagi fyrir utan ógnvaldinn þá níundu. Hún er par fjórir en ég dúndraðist hana á sjö höggum.

Þegar ég kom heim þá fékk ég þetta fína kaffi og var svo rekinn aftur á völlinn. Spilaði fyrstu þrjár brautirnar með honum Ægi Birgissyni skipstjóra á hinu nýja uppsjávarveiðiskipi Skinney-Þinganes Ásgrími Halldórssyni. Fjandi var drengurinn með flott sett. Splunku ný Ping járn og altéð nýja 460cc minnir mig Big Bertha. Bara gaman af því.

Þegar ég kom heim þá var borin á borð svona ~piparsteik~ og var hráefnið úr Írskum svínalundum. Með þessu fékk ég bakaðar karböllur frá Akurnesi og snöggsteikt grænmeti. Kann ég frúnni minni bestur þakkir fyrir fínustu afmælismáltíð. Nú þarf ég bara að reyna að hella í hana Frapin XO til að losa hana við flensuna. Verst hvað henni finnst þetta vondur drykkur.

Braut 2 á Silfurnesvelli.Ógnvaldurinn. Mynd tekinn á teignum á þeirri níundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, ég trúi þessu eins & þú trúir á jólasveininn.

Steingrímur Helgason, 18.5.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Dittó boj ditto..........

Runólfur Jónatan Hauksson, 18.5.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Til hamingju með gærdaginn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband