27.4.2008 | 02:18
Söknuður...
Þegar ég var lítill drengur átti ég sterkasta pabba í heimi. Eða svo var það í minningunni hjá mér. Hann var skipstjóri á stórum bát að mér fannst. Stundum fékk ég að koma með honum á bryggjuna og fara um borð í Akureyna, það þótti mér guttanum mikið ævintýri. Seinna fékk ég þess heiðurs notið að vera til sjós með föður mínum. Fyrst í eina viku á reknetum á Akurey árið 1976. aftur fór ég til sjós með honum árið 1978. áttum við mörg góð ár saman á Skógey SF. Allt þar til að hann fékk hjartaáfall. Á þessum árum þá fyrst náði ég að kynnast föður mínum vel, því á mínum yngri árum var hann lítið heima. Það var verið að allt árið.
Þegar ég lít til baka yfir öll þau ár sem við áttum saman átta ég mig á því að það var ekki nein vitleysa í litla guttanum mér að hann pabbi minn væri sterkur. Ég svo sem var nú búin að átta mig á því fyrir mörgum árum.
Í gærkvöld klukkan 23:25 skyldu leiðir okkar. Þessi sterki harði maður sem samt var einstakt ljúfmenni kvaddi þennan heim eftir harða baráttu við krabbamein. Það er svona mánuður síðan að hann vissi að hann var að heyja tapað stríð.
Elsku pabbi ég á eftir að sakna þín og þinna góðu ráða.
Athugasemdir
Ég samhryggist þér og fjölskyldu þinni. Minningarnar lifa.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 02:48
Innilegar samúðarkveðjur Ronni minn til þín og þinna. Kveðjur frá okkur öllum hér. Inga mágkona
Inga (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 07:59
Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hér úr norðinu.
Fallegur pistill hjá þér ven, um pabba þinn.
Steingrímur Helgason, 27.4.2008 kl. 10:46
Fallega skrifað og það er alltaf viss endapunktur þegar dauðann ber að höndum burtséð frá aldri, en eins og hér er sagt og þú skrifar svo fallega um, minningarnar lifa og þrautin er horfin úr þreyttum líkama. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Svönu og barnana - hugsa til ykkar, erfiðir dagar fyrir höndum - en kveikjum á kertum og sendum ykkur góðar hugsanir. Guð veri með ykkur. Magga og José
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.4.2008 kl. 13:29
Elsku Ronni minn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og stórt faðmlag, æ þetta er svo sárt og endanlegt ..... rifjaðu upp fallegu minningarnar sem þú átt Ronni minn, sorgin tekur sinn tíma sem nauðsynlegt er að fara í gegnum, erfitt að sætta sig við þegar komið er að leiðarlokum okkar nánustu, eina í stöðunni er að læra að lifa við breyttar aðstæður, innilegar kveðjur af nesinu til ykkar Svanný ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 13:42
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar frá okkur úr Lundi.
Siggi og Anna María (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:17
Runólfur minn! ég sendi þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur. Eins og þú veist kynntist ég honum föður þínu vel og um hann á ég bara ljúfar og góðar minningar. Hver minning um hann er perla.
kv Palli og Gréta
Páll Jóhannesson, 27.4.2008 kl. 21:49
Við vottum ykkur öllum samúð okkar og biðjum góðan guð að styrkja ykkur að þessum erfiðu tímum
Ólafía, Aníta og Benedikt (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:52
Helga, Inga, Steini, Hulda, Maddý Siggi, Anna og Palli,,,,,ég þakka ykkur fyrir kveðjurnar.
Runólfur Jónatan Hauksson, 28.4.2008 kl. 00:08
Ronni minn, ég sendi þér og fjölskyldunni allri, minar innilegustu samúðarkveðjur. Þegar ég var á Höfn í gamla daga að passa ykkur systkynin, þá var pabbi þinn sterkasti karlinn í plássinu, ég er svo sannarlega sammála þér um allt, sem þú skrifaðir um hann pabba þinn, hann var yndislegur maður. Bestu kveðjur, til Huldu ,Jóns Hauks og Höllu og allrar fjölskyldunnar, Ranka Bjarna.
Ranka Bjarna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:00
Inga Rún, Ranka þakka ykkur fyrir og Ranka kveðjunni kem ég til skila. Ólafía þakka þér, og kysstu litlu krílin frá okkur.
Runólfur Jónatan Hauksson, 28.4.2008 kl. 19:22
Innilegar samúðarkveðju til ykkar vegna fráfalls Hauks. Ég á mínar ljúfu minningar með kallinum um borð í Akureynni......... Hann var sjómaður dáða drengur.....
Kveðja af Hauganesinu
Björn G Sigurðsson
Björn Grétar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.