19.4.2008 | 13:22
Hví ekki?
Ég sé nú ekkert að því að flytja inn ferskt kjöt.
Á meðan það er á hagstæðara verði en það sem við höfum í dag. Ekki ætla ég að hallmæla gæðum kjöts af þjóðvegalömbunum Íslensku. Verðið er bara allt of hátt á því ágæta kjöti. Líkast til er það milliliðum um að kenna því ekki fá bændur hátt verð fyrir skrokkinn.
Því segi ég bara að það eigi að flytja inn nóg af heilbrigðisskoðuðu kjöti sem tekjulægra fólkið hefur efni á.
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.