Sitt lítið af hverju....

Jæja ég hefi nú eigi haft tíma til að setja nokkurn staf hér inn síðustu daga.

 

Hefi ég verið að stunda mína vinnu og líka aukavinnu sem ungvin vill að sér taka nema ég, hálfur Júgóslavi, kvart Færeyingur og nú eitt stykki Pólverji. Tvær kvensur reyndu sig í þessu djobbi, beittu eina línu hvor og síðan hafa þær ekki sést. Já beitning er að deyja út.

Stína mín og Veigar eru flutt til okkar. Búið er að redda dagmömmu og eftir páska á Stína að mæta hjá Sívar Árna og vonandi fær hún vinnu í Bestfirsk.

Það er búið að vera hamagangur á hóli síðan þau komu. Hundarnir skildu lítt í því hvers vegna kettlingarnir vildu ekki leika.

Ofnæmi fór að gera vart við sig hjá Svanný þannig að við leituðum náðar hjá Þorlákshafnar-Strandastúlkunni henni Jóhönnu og hennar manni Sigga Skúla. Tóku þau kisurnar í fóstur uns Sólveig fær íbúð.

Í gærkvöld tókum Stína og ég okkur til og roðflettum og beinhreinsuðum ein 20 kg af þorskflökum. Söxuðum niður helling af lauk. Dótinu var síðan smellt í gegnum hakkavél. Síðan dúlluðum við einum 20 eggjum, slatta af pipar, salti og karrý saman við drallið og hrærðum vel og vandlega. Nú og svo í dag dundaði Svanný sér við að móta allt þetta fiskfars í svona ~bollur~ og forsteikti á pönnu.

Það eru semsagt til nánast óteljandi home made fiskibollur á heimilinu plús 352 ýsuflök slatti af skötuselshölum eða 43,5 kíló plús steinbítsflök og 6 karfalundir.

Gott er að eiga góða veiðistöng og sandfjöru til að dorga við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband