25.2.2008 | 21:27
Upp komast svik um síðir...........
Já ég sveikst undan merkjum í gær....
Konudagurinn var víst í gær. Ég hafði víst lofað að brasa andabringur í matinn handa frúnni og hundunum. En ég náttúrulega gerði það ekki. Heldur snaraði á pönnuna svona nautalund frá Argentínu, sem reyndar var versluð í Færeyjum. Merkilegt nokk þá fyrirgáfu bæði frúin og hundarnir mér.
En til að bæta fyrir syndir mínar þá tók ég mig til og handeraði bæði gæsabringur og andabringur í kvöld. Bara svona rétt að sýna þeim pönnuna. Pakkaði síðan draslinu inn í smjördeig með slatta af rjómaosti. Bakað í smotteríistímaí ofni. Það bara svínvirkaði svei mér þá. Altéð borðaði Svanný mín nóg og ferfætlingarnir líka.
Athugasemdir
Ohh núna verð ég sársvöng að lesa þetta ....
Maddý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.