18.2.2008 | 21:23
Mánudagur. Og kjötið frá Kjarnafæði sökkar feitt.
Jebb á morgun þarf ég að skamma Sigurð Pálma Pálsson. Hann er búin að reka stífan áróður fyrir söltuðu hrossakjöti frá Kjarnafæði. Óskaplega gott segir hann. Nú ég kauptaði svolleis kjöt, og var það eldað í dag. En jú það lyktaði vel. En bragðið........ Hefði allt eins getað tekið poka af matarsalti og sturtað upp í mig. Því miður var ekkert nema saltbragð af þessu gæða Kjarnafæðis kjöti.
Fór í sveitin undir myrkrið í gær að viðra hundana. Þeir fengu fínustu hreyfingu og ég náði í einn Stokkandarstrák. Heyrði í Pápa áðan. Hann var í unhverri skönnun í dag. Æxlið hefur lítið stækkað, og byrjar hann í lyfjameðferð á miðvikudaginn.
Skutlaði hans háaldraða Bens sem var að breytast í fornbíl um síðustu áramót í skoðun. Bensinn rúllaði í gegn á athugasemdar.
Athugasemdir
LEIÐINLEGT MEÐ kjötið frá Kjarnafæði, maðurinn minn vinnur þar, læt hann vita svo skilaboðum verði komið áleiðis -flottir hundar ! MT
Ketilás, 19.2.2008 kl. 22:26
Þakka fyrir að koma boðunum á réttan stað Ketilás.... Þetta voru mikil vonbrigði..
Runólfur Jónatan Hauksson, 20.2.2008 kl. 00:05
Það er enda einhver andi með það að allt norðlendis sé fúlara...
Steingrímur Helgason, 21.2.2008 kl. 00:21
Steingrímur,,,kjétið var nú ekki sko fúlt.... Það var bara brimsalt sko......
Runólfur Jónatan Hauksson, 21.2.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.