14.2.2008 | 19:09
Vangaveltur.........
Ég hefi nú eigi mikið að segja um verð á olíu og benzíni. Nema jú það hækkar og hækkar. Alltaf er nánast sama verðið hér í bæ hjá OLÍS og N1. það gerir líkast til samkeppnin. Eitt er það sem ég hefi stundum velt fyrir mér. Hvað ætli komi mörg tankskip í viku til landsins? Mér er nú bara spurn. Ávalt virðast birgðatankar vera tómir miðað við hversu oft þessir vökvar hækka í verði.
En hvað veit ég? Ég er bara einn af þeim sem versla benzín annað slagið.
Þetta er nú ástæða fyrir Bubba M. og Geir Hilmar til að starta mótmælatónleikum.
Svo er það Grímsstaðarættin.
Ég hefi í gegnum mína hunds og kattar tíð kynnst mörgu fólki af þessari ætt.
Fínasta fólk upp til hópa. En þar eins og víða annarsstaðar eru svartir sauðir. Einn er sá dúddi úr þessari ætt sem rignir oní nefið á í blanka logni. Og ég ætla nú ekki að nefna nein nöfn, en fyrsti stafurinn er Gísli Marteinn.
Athugasemdir
Svanhildur Karlsdóttir, 14.2.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.