13.2.2008 | 20:22
Miklabraut í stokk!!!
Jæja nú vilja unhvurjir spekingar setja Miklubraut í stokk. Kannski er það ágætis hugmynd. Hvað veit ég?
Ég hefi nú velt því fyrir mér hvort ekki væri nær að setja bara Reykjavík í einn stóran eldspítustokk? Nú svo væri bara hægt að loka stokknum þegar svona endalaus hringavitleysa er í gangi eins og með þessa blessuðu borgarstjórn.
Ég hefi einnig velt því fyrir mér að lýsa yfir sjálfstæði Austur Skaftafellssýslu.
Setja hann Ara ~Lú~ Þorsteinsson í forsetaembættið.
Ég er bara ekki búin að hugsa þetta til enda, en það kemur að því.
En eitt af forgangsmálum í þessu væntanlega Lýðveldi er náttúrulega að lögleiða gömlu sveitaböllin í Hrollaugsstöðum og Mánagarði.
Ekki má nú gleyma að ýta út í hafsauga þessum rugluðu hugmyndum um Vatnajökulsþjóðgarð.
En jæja ég er ekki komin lengra í þessum pælingum....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.