Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2008 | 23:05
Göng??
Líkast til væri nú ekki lokað þarna núna ef göng væru undir Lónsheiðina.
Það er nú fjarlægur draumur sem maður á nú varla eftir að sjá rætast. Hvaldalurinn hefur rústað nokkrum bílunum í gegnum tíðina. Hvalnes og Þvottárskriður eru æði oft slæmar, en sem betur fer hafa vegfarendur sloppið ótrúlega vel. Líka sá sem missti rútukálfinn oní fjöru. Hann var bara svo heppin að vera vel klæddur og með viðeigandi búnað.
![]() |
Vegi lokað um Hvalsnes vegna mikils sandfoks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 22:57
Sitt lítið af hverju....
Jæja ég hefi nú eigi haft tíma til að setja nokkurn staf hér inn síðustu daga.
Hefi ég verið að stunda mína vinnu og líka aukavinnu sem ungvin vill að sér taka nema ég, hálfur Júgóslavi, kvart Færeyingur og nú eitt stykki Pólverji. Tvær kvensur reyndu sig í þessu djobbi, beittu eina línu hvor og síðan hafa þær ekki sést. Já beitning er að deyja út.
Stína mín og Veigar eru flutt til okkar. Búið er að redda dagmömmu og eftir páska á Stína að mæta hjá Sívar Árna og vonandi fær hún vinnu í Bestfirsk.
Það er búið að vera hamagangur á hóli síðan þau komu. Hundarnir skildu lítt í því hvers vegna kettlingarnir vildu ekki leika.
Ofnæmi fór að gera vart við sig hjá Svanný þannig að við leituðum náðar hjá Þorlákshafnar-Strandastúlkunni henni Jóhönnu og hennar manni Sigga Skúla. Tóku þau kisurnar í fóstur uns Sólveig fær íbúð.
Í gærkvöld tókum Stína og ég okkur til og roðflettum og beinhreinsuðum ein 20 kg af þorskflökum. Söxuðum niður helling af lauk. Dótinu var síðan smellt í gegnum hakkavél. Síðan dúlluðum við einum 20 eggjum, slatta af pipar, salti og karrý saman við drallið og hrærðum vel og vandlega. Nú og svo í dag dundaði Svanný sér við að móta allt þetta fiskfars í svona ~bollur~ og forsteikti á pönnu.
Það eru semsagt til nánast óteljandi home made fiskibollur á heimilinu plús 352 ýsuflök slatti af skötuselshölum eða 43,5 kíló plús steinbítsflök og 6 karfalundir.
Gott er að eiga góða veiðistöng og sandfjöru til að dorga við.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 23:25
Ég nenni ekki!!!!!!!!!!
Ég nenni ekki að blogga um bandið hans Bubba. Hvers vegna? Mér finnst Bubbi leiðinlegur, og er ekki með Stöð2.
Ég nenni ekki heldur að blogga um Vatnajökulsþjóðgarð. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að þetta er gæluverkefni unhverra einstaklinga, og störf handa unhverjum malbiksbörnum í Tjöruborg.
Ég mátti skjóta tvo hunda í vikunni sem leið. Hvers vegna? Jú það er ódýrara að fá mig til þess en að fara með þá til dýralæknis í svæfingu. (Ég átti ekki þessi dýr.)
Eitt er ég þó búin að nenna að gera síðustu viku. Og það er að vinna.
Búin að vera í minni venjulegu vinnu frá 7-16 og síðan í beitningu fram á kvöld. Ég var líka að beita í dag og verð í því á morgun líka.
Mér skilst að mínir drengir í Arsenal hafi ná að redda sér á jafntefli í dag. Rennir það stoðum undir þann grun minn að Júnæded hampi titlinum í vor.
Það er synd sem ég ræð lítt um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 23:50
Síðasta risaeðlan???
Eina ferðina enn er ég búin að koma mér í aukavinnu. Já núna er vinnudagurinn frá sjö að morgni til sirka 22 að kveldi.
Já ég er farin að beita línu. Líkast til er ég ein af síðustu risaeðlunum hér á Hornafirði. Ungvir gefa kost á sér í beitningu. Ekki einu sinni Júkkar eða Pólverjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 21:43
Sama tuggan...
Alltaf sama sagan hjá Sir Alex.....
Hann á nú eiginlega mest heima á http://www.væll.com
![]() |
Alex Ferguson: Dómgæslan fáránleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2008 | 23:43
Helgi.....
Ég er nú ekkert að nenna að pára unhvað þessa dagana.
En það fauk hér hvítt kalt drasl um allan bæ í gær. Það kætti jepplingastrákana sem fóru út að leika á sínum 44" jepplingum.
Flest bendir til þess að Stína mín og Veigar sonur hennar séu að koma til okkar eftir helgi.
Er búin að vera að dunda mér við smíðar í kvöld og ætla að halda því áfram á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 21:38
Ac Milan 0 Arsenal 2
![]() |
Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 19:52
Lítt er að stóla á konur......
Jebbs ég fór rúnt út á fjörur í dag eftir vinnu.
Hafði með mér hundana og veiðistöngina mína. Prófaði að kasta út fyrir brimið, og strax var bitið á. Ég landaði myndarlegri ýsu. Nú það var lítið annað að gera en að kasta aftur. Og viti menn....eftir ekki svo ýkja langa stund hafði ég ná mér í 21 ýsu og þrjá myndarlega þorska. Allt utan kvóta. En ungva loðnu fékk ég.
Konur í heiminum eru illskiljanlegar þykir mér.
Nú þegar kona sækist eftir einu valdamesta embætti heims, þá fer allt í vaskinn. Kvartað er í bak og fyrir yfir jafnrétti. Volað er yfir því hvað konur eru lítið í stjórnunarstöðum. Vælt er yfir því hversu konur séu fáar á þingi og hvað eina.
En nei,,, ekki geta konur staðið við bakið á Clinton kjélluni og komið henni í forsetaembætti........ nei það er frekar pælt í unhverjum hottintottahalanegra. Ætli það sé unhvað tengt sögusögnum hversu stórt er u.... þeim?
Spyr sá sem ekki veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 12:28
Verður bara næs.....
Mig grunar að þetta verði bara einfaldlega mjög gaman. Náði mínum miðum strax klukkan 10:02.
Bara búin að bíða í ein 27 ár eftir að kappinn komi á klakann og haldi tónleika........
![]() |
Miðar á Clapton að seljast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 20:41
Leitt...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)