Svo er nú það.

Eigi hefi ég nú nennt að pára nokkuð hér í dágóðan tíma.

Enda lítið að pára um.

Fórum nú í smá svona heimsókn á föstudaginn var. Já við eyddum helginni vestur á Skálafelli hjá Þóru frænku og Steina. Ljómandi skemmtileg helgi, útivera,jólahlaðborð á Smyrla sem hefði svo sem verið í lagi að sleppa. Starfsmannafélag Ísfells bauð starfsmönnum ásamt mökum.

Á föstudagskvöldinu tökum við okkur til Þóra og ég og elduðum í sameiningu. Buðum við Steina og Svanný upp á steiktar stokkandarbringur ásamt kartöflugratíni, og lukkaðist þessi máltíð vel. Sátum síðan og spjölluðum og horfðum á upptökur frá gömlum þorrablótum úr Suðursveit. Bara gaman að því.

Á laugardagsmorgni mættu Jón Ágúst og Balto á svæðið og héldum við þrír til fjalla í þvílíku roki að varla var stætt. Ekki vorum við komnir hátt í fjallið þegar við gengum fram á hjörð af jólahestum. Leyfðum við Balto að reyna að vingast við þessa ferfætlinga. Eigi náðu nú hundurinn sambandi við dýrin því þegar hann nálgaðist hjörðina tóku þau á rás í átt til jökla, en Balto elti. Hann skilaði sér svo heim í hlað á Skálafelli rúmum þrem tímum seinna og var þreyttur. Léleg var veiðin hjá okkur feðgum í þessari ferð. En eins og ég sagði hér fyrr þá fórum við að Smyrlabjörgum á laugardagskvöldið. Maturinn var misjafn, sumt gott og annað miður gott. Fiskréttirnir stóðu vel fyrir sínu.

Sofið var út á sunnudagsmorgni. Steini fór í menningarferð með unhvað lið inn á Heinabergsdal. Þóra bakaði og Svanný var henni til samlætis í eldhúsinu. Á meðan fór ég ásamt Heklu að skoða Kistugilið sem er rétt austan við bæinn. Bara flott gil.

Þegar líða tók á daginn settumst við Svanný upp í eftirlíkingu af Jeppa og brunuðum sem leið lá upp á Borgarhafnarheiði og langleiðina að jöklinum. Bara svona að skoða landslagið. Förum örugglega þangað aftur í betri birtuskilyrðum.

En nú var komin tími á að kveðja hjónin á Skálafelli og halda heim á leið.

Á mánudagsmorgni tók svarta helvítið við. Já mygluð loðnu nót beið á gólfinu hjá okkur sem vinnum á ~hundaleikskóla~ Ísnets. En það er nú svo sem lítt verra en hvað annað.

 

Næstu helgi brunum við í borg óttans þar sem spillingin blómstrar í gömlu húsi við Austurvöll. Það á að skýra litla töffarann hjá Unu og Hauk á sunnudaginn.

Hekla in the sunset.
Skálafellsjökull

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Núnú, á sumsé ekkert að koma við hjá vini sínum ?

Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 00:07

2 identicon

Oft hefur nú verið léttari yfir þér Runólfur

Njótið Reykjavíkurfararinnar og slepptu því bara að koma nálægt spillingarhúsinu.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Steini nei það verður ekki farið norður þessa helgina frekar en fyrri daginn. Spurning hvað skeður milli hátíða.

Íris jamm stundum hefur verið léttara yfir manni, og ég ætla nú lítið að koma nálægt þinghúsinu né seðlabankanum.

Runólfur Jónatan Hauksson, 4.12.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir skilaboðin hjá Steingrími og mér og já, svartamarkaðsbraskið á þeim er óhugnanlega dýrt og ég tek ekki þátt í því. Barnaland hef ég alltaf forðast eins og pestina eftir að heyra sögurnar sem af því landi fara, svo varla hætti ég mér þangað.

En flottar eru þær hjá þér, myndirnar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Helena

Rosalega flott hundamynd að hinni ólastaðri,en ég á fjóra hunda og langar í fleiri  en þette er nátturulega bara bilun

Helena, 5.12.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband