28.2.2009 | 11:24
Flokkaflækingur.....
Bágt á ég nú með að trúa því að nokkur hafi áhuga á að kjósa svona flokkamellu eins og Kristinn H. Gunnarsson. Mannkertið svíkur kjósendur sína trekk í trekk með þessu brambolti sínu. Ekki það að hann hafi bara gert þetta einu sinni, nei alveg örugglega tvisvar ef ég man rétt.
Níu í forvali Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Runólfur. Ég get nú ekki látið það vera að tjá mig um þessi ummæli þín. Kristinn H. Gunnarsson er með flottari þingmönnum þessa þings að minnsta kosti að mínu mati. Hann hefur nefnilega alltaf fylgt sannfæringu sinni en kannski rekist illa í flokki fyrir vikið. Hann hefur því ekki svikið loforð sín við kjósendur né hugsjónir þó stefna flokka (Framsóknarflokksins-Alþýðubandalagsins) hafi tekið alls kyns beygjur eða dáið drottni sínum. Nú er mikið deilt á flokksræði og einnig á völd embættismannakerfisins. Ef einhver hefur unnið gegn þessu á þingi þá er það umræddur Kristinn. Þingmál sem KHG hefur lagt fram bera hug hans vitni og þú ættir að kynna þér þau. Þær eru þá líka margar mellurnar í framboði ef þetta orðfæri þitt á rétt á sér. Við erum ekki lengur í sama flokki við Kristinn en ég óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 11:55
Ég er einhvernveginn alveg viss um að Ástkær eiginkona Kristins H Gunnarssonar héti ekki Kolbrún En hinsvegar hlítur hann að skipta reglulega á þeim vetvangi eins og öðrum.
kiddi (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:22
Sæll Kiddi. Nei hún heitir ekki Kolbrún, eiginkona Kristins að ég best veit, en ég hef ekki fylgst með hans einkalífi og öllum hlýtur nú að vera frjálst að skipta þar út ef menn vilja sjálfir, nema krafa kjósenda sé komin út fyrir öll mörk persónufrelsis. Þetta er samt ágætis nafn kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 13:03
Fyrirgefðu Kolbrún Ég hélt að þú værir orðin konan hans því sá sem getur varið flokkaflandur nafna míns hlítur að vera gjörsamlega heilluð af persónunni en ekki hafa hundsvit á pólitík.
Nú þekkti ég til Kristins þegar hann var að birja í pólitík og eins og mjög margir hafði ég mikið álit á honum. En hvernig á að vera hægt að bera traust til manns sem fer flokk úr flokk og er fyrst og fremst aðð hugsa um að halda sér á alþingi frekar en að gera eitthvað að viti. Hann er athyglissjúkur og og kemur með algerar bombertur einungis til þess að vekja athygli á sjálfum sér Hann hefur sýnt það að hann getur ekki tekið málamiðlun og hann virðist ekki funkera þar sem miðla þarf málum til þess að ná árangri og að ein skeið í einu er rétta aðferðin við að borða súpu
Svo má líka benda á að hann er eiginhagsmuna potari og nægir að nefna Kristínar logos málið, þegar hann var formaður Byggðastofnunar og lánaði 150 millur til að fjármagna togara án þess að gæta að því að það þyrftu að vera veð Það voru miklir peningar á þeim tíma.
Kveðja kiddi
kiddi (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 14:55
Kiddi góður. Ég hef ekki nokkurn áhuga á gifta mig (undur og stórmerki ) ekki einu sinni svona glæsimenni sem um er rætt. Ekki hef ég heillast af persónunni Kristni né þekki neitt til hans einkamála eða fyrri starfa en tel mig samt hafa vit á pólitík. Ég er á móti flokksræði, forsjárhyggju og einelti. Auk þess er ég alfarið á móti "sleggjudómum" Virði þínar skoðanir sem þínar kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.