Krakkar flýið land,,,,,,,,

Já nú er illt í efni. Minnir að ég skuldi unhvað yfir 4millum meira í dag en í gær. Bíttar litlu þar sem ég er nú orðin aldin og frekar heilsulúinn.

Verra finnst mér að börnin mín, barnabörn og allt þetta unga fólk sem á langa ævi eftir skuli dæmt til að borga upp fjárglæfrastarfsemi nokkurra manna og jafnvel kvenna. Jú veit ég vel að það var Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem komu þessu af stað á sínum tíma með einkavinavæðingunni. Og nú í dag eru það að mestu sömu Sjálfstæðismennirnir með hjálp Samfylkingarinnar sem skuldbinda alla landsmenn og dágóðan slatta af ófæddum einstaklingum til að greiða upp fjármálafylleríið sem einkavinavæðingin hefur kostað þjóðina.

Í gegnum tíðina hefi ég þurft að lóga nokkrum kattarkvikindum og nokkrum hundum, öllum þeim dýrum var lógað með mikilli eftirsjá. En ég er nú ekki viss um að ég myndi sjá eftir nokkrum haglaskotum í afturendana á ákveðnu spillingarliði úr fjármálageiranum og úr sal fíflasirkusinn við Austurvöll.

 

OG HANA NÚ...........

 

Ég ráðlegg nú öllu ungu fólki á þessu skeri að forða sér burt af klakanum og láta okkur gamla liðið bara sitja eftir í súpu Geirs, Sollu, Valgerðar og Halldórs Ásgrímssonar,,,, og marga aðra mætti telja upp.


mbl.is Fjármögnun viðbótarlána tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ronni minn! eigum við ekki bara skipta þessu jafnt á milli okkar? Þeir hljóta geta sett þetta á jafnar mánaðargreiðslur til x margra ára og ríkisstjórnin ábyrgist víxilinn - er það ekki?

Páll Jóhannesson, 17.11.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleymdu ekki Davíð og Finni Ingólfs í þessari upptalningu

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband