17.11.2008 | 17:31
Já-há......
Ég er nú heldur lítill Framsóknarmaður í mér. En átti tal við frænku mína sem í gegnum tíðina hefur verið mjög hörð Framsóknarkona. Hún var mér sammála í þeim efnum að Lómatjarnardrottningin myndi klára að koma flokknum undir græna torfu yrði hún kjörinn formaður Framsóknar.
Ég er nú enn á þeirri skoðun að Frú Valgerður eigi að segja af sér þingmennsku eins og sumir sem ýttu á vitlausan hnapp í póstforritinu. Hver veit hvaða einkavinum hún ásamt öðrum gefa bankana næst, komist leifarnar af Frömmurum unhverntíma í stjórn aftur.
Afsögn Guðna kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.