Væntanlegt rjúpnaveiðitímabil.........

Nú fer að bresta á veiðitímabil rjúpunnar.

Rakst á vefsíðu sem býður uppá sölu á veiðileyfi á rjúpu. Það tel ég ólöglegt, þar sem skýr ákvæði eru í lögum um að sala á rjúpu og rjúpnaafurðum sé bönnuð. En það er mitt álit.

 Ég lít svo á að bannað sé að versla með bæði lifandi og dauða rjúpu.

Ég sendi hann E-mil í málið. Fyrirspurn í umhverfisráðuneytið. Á varla von á svari þaðan, eða hvað? Nú og ef svarið er mér ekki að skapi mun ég hafa samband við umboðsmann alþingis og kvarta og kveina. Ég sætti mig ekki við það að þurfa jafnvel að borga 15 þús kall fyrir að fara upp á Borgarhafnarheið ef ég er með haglahólk á öxlinni, en vera gjaldfrjáls ef ég er bara með myndavélina mína. Þá álít ég að verið sé að mismuna þegnum landsins. En hvað varðar þessa vefsíðu www.rjupa.is  sýnist mér að ríkisstofnun sé að selja óveiddar rjúpur sem ég tel lögbrot. En líkast til má túlka lögin á marga vegu.

 En ég ætla ekki að gefa mig..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, ef þú fæzt ekki gefinz, hvað er þá kílóaverðið af þér í dag, í evrum ?

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

0,25 evrur og gettu þá hver fallþunginn og heildar verðið er..... en ekki í hand ónothæfum krónum.......

Runólfur Jónatan Hauksson, 30.10.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband