Mílan fer hænufet,,,,,,,,

Eigi er ég nú mikill aðdáandi sjónvarpstækisins. Kannski vegna þess að ég á eigi 54" plasma eða lcd tæki. En ég reyni stundum að setjast með kvöldmatinn minn í þægilegan stól pg horfa á frétti á Stöð 2 og stundum nauðungaráskriftar sjónvarps rásinni. Þetta ætlaði ég að gera hér rétt fyrir klukkan 18:30. Viti menn og konur? Þegar kveikt var á tækinu birtist bara unhvað á skjánum sem sagði oss að myndlykill næði ekki sambandi við rouder. Nú þá var bara að kíkja á www.mbl.is en ekki tók betra við þar. Hvítur skjár og og ekkert internet. Nú þá var bara að setjast við borðstofuborðið og eta sinn kvöldmat. Þegar ég hafði lokið við að nærast og hvorki netið né sjónvarpið var komið í lag, datt mér í hug að bjalla í það margfræga númer 8007000. Þú ert númer 9 í röðinni sagði talmaskínan. En hún var fljót að telja niður. Brátt fékk ég samband við stúlku sem bauð mér góða kvöldið. Ég náttúrulega var kurteisin uppmáluð og svaraði í sömu mynt. Spurði síðan..... geturðu frætt mig um það hvort bilun sé í ADSL............ Á Hornafirði greyp stúlkan frammí fyrir mér..... Já Mílan er einkvað að lagfæra þarna hjá ykkur og verður þetta komið í lag mjög fljótlega sagði daman. Ég þakkaði fyrir upplýsingarnar og kvaddi. Nú eru komnir um það bil 3 tímar síðan ég ætlaði að kíkja á fréttir, og mér sýnist að ég ná ekki einu sinni að kíkja á 10 fréttirnar því svo virðist að Mílumenn fari rétt tæplega hænufet í þessum lagfæringum.

Ég svona velti því fyrir mér hvers vegna svona betrumbætur séu ekki unnar á nóttinni í staðin fyrir að gera þetta rétt fyrir kvöldmat?

 

Þetta er ritað klukkan 21:36 þann 27.október árið 2008. Spurning hvenær verður komið í lag internetið hjá Símanum og þá hvort þetta birtist á næstu klukkutímum eða jafnvel vikum.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..þeir fara míluna á klukkutíma og það eru asskoti margar mílur frá landráðaskaganum á suðvesturhorninu til Hoddnafjarðar.  

Haraldur Bjarnason, 28.10.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband