15.10.2008 | 22:52
Svo voru það nú mörg orð!!!!!!!!!!!
Þá er víst kominn tími á að pára unhvað hér fyrst frúin mín fagra er farinn að kvarta yfir bloggleysi frá mér.
Ég náttúrulega veit ekkert hvað skal pára.
Sá í sjónbartinu að Guðjón A. Er búin að sjá hvernig koma má kvótanum aftur til þjóðarinnar og er það gott mál.
Gæsin er að yfirgefa klakann,,,,,,,slæmt mál. Kannski maður ætti að forða sér líka?
~Hann~ heldur blaðamannafundi nánast daglega, en ég skil ekki orð af því sem ~hann~ segir. Ég held ég hafi lært Íslensku. Ég skil orðin en fæ ekkert samhengi. En ~hann~ er nú líka hálfgerður Norðmaður og þaðan hefur nú fátt gott komið.
Við skruppum í Tjöruborgina á fimmtudaginn síðasta.
Versluðum núðlur, kaffi, bjúgu og jeppa ásamt smotteríi öðru. Flest var kauptað í Bónus nema jeppinn. Ókum heim á föstudeginum.
Rúlluðum síðan vestur á Reynivelli þar sem heiðursfólkið Erna og Einar Björn höfðu lánað okkur kofa til að dvelja í yfir helgina. Það var bara gott.
Unhverja næstu daga hefi ég hugsað mér að leggja þjóðveg undir hjól og kíkja á norðurlandið. Þar eigum við hjónin bæði börn, barnabörn og vini sem okkur langar að hitta.
En það kemur bara í ljós.
Athugasemdir
Einkvurjar sérózkir varðandi matzeðil helgarinnar, gæzkur ?
Koddu að sýna jepplíkið....
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:45
Steini það er ekki núna um þessa helgi sem við komum norður. Ég læt þig vita hvenær það verður ven.
Runólfur Jónatan Hauksson, 16.10.2008 kl. 21:18
Var ekki 'Bubbízka' línan að austan, "Aldrei fór ég suður" ?
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.