5.10.2008 | 18:16
Gæsaveiði helgarinnar og annað.
Þá er farið að styttast í þessari helgi.
Haukur sonur minn og Una komu austur seint á föstudagskvöld. Þriggja vikna nafni minn var með í för. (Ég segi sko að hann sé nafni minn.)
Við feðgar fórum ásamt Sigga litla og Kidda syni hans á gæsaveiðar austur í lón eld snemma á laugardagsmorgninum. Það var hávaðarok og kuldi. Strax í birtingu kom heiðagæsahópur og settist við gervigæsirnar. Fjórum byssum var lyft og átta skotum skotið. Níu gæsir lágu í valnum og tvær gerviendur voru gataðar. Skömmu seinna komu fimm heiðargæsir inn til lendingar en snarhættu við, en enginn þeirra yfirgaf okkur. Og gamli kallin hann ég náði að taka tvær í einu skoti og síðan eina.
Enn bætti í vind og var bara orðið skíta veður. Siggi litli fór með strákinn upp í bíl þar sem kuldi var farinn að sækja að okkur. Lítið kom til viðbótar af fugli en samt tókst að ná tveimur grásum í safnið.
Seinnipart dags komu svo krakkarnir með nýjasta barnabarnið í heimsókn og mikið var nú gaman að sjá hann svona í návígi. Myndar drengur verð ég nú að segja.
Ég skreið nú frekar snemma í kojs þar sem mér hafði verið boði að Reynivöllum á veiðar. Hálf fimm var ég vaknaður og farinn af stað rétt um hálftíma seinna. Einar Björn tók á móti mér í hlaðinu og bauð mér inn í kaffisopa. Síðan var haldið niður á kornakurinn og stilltum við upp fjórtán kínverskum gervigæsum sem komu úr Veiðihorninu. Skriðum síðan í skotgryfjurnar sem Einar er búin að útbúa. Ekki þurftum við að bíða lengi eftir fyrsta flugi. Það var rétt byrjað að skíma í austri þegar fjórar heiðagæsir settust inni í kornakrinum. Þær voru utan færis en ég skaut nú bara í áttina að þeim til að fæla þær upp. Það dugði, tvær gáfu mér færi á sér og náði ég annarri en skaut ekki á hina.Einar missti af hinum tveim og ég reyndar líka. En töluvert koma af fugli og veiðin gekk bara vel uns byssan hjá mér festist. Ekki náði ég að laga hana þarna í skotgryfjunni minni þannig að ég rölti heim að Reynivöllum og náði að laga gripinn. Sandur og óhreinindi voru orsökin og virkar hún núna mjög vel.
Við ákváðum að vera ekki að liggja lengur heldur skreppa heim að bæ og fá okkur morgunmat hjá Ernu. Einar er búin að útbúa alveg frábæra aðstöðu fyrir skotveiði þarna við kornakurinn.
Rétt um hálf ellefu lögðum við af stað vestur á Jökulsárlón. Þar beið hann Ágúst eftir okkur ásamt einum 55 kínverjum. Þeir vildu sigla, þannig að Jökli og Dreka var startað og haldið af stað. Hundurinn minn hann Balto fékk að sigla með mér. Þvílík lukka sem dýrið vakti meðal túristanna. Held að fleiri myndir hafi verið teknar af honum en selnum sem lá á ísnum. (Og myndavélin mín var í brjóstvasanum á vöðlunum heima á Reynivöllum.)
Ætla að henda inn nokkrum myndum frá helginni hér fyrir neðan.
Athugasemdir
Flottar myndir ! Knús að norðan
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.10.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.