Glitnir,,,,,banki allra landsmanna...........

Ekki var ég nú búin að vaka nema í rúmlega þrjá tíma í morgun þegar ég heyrði í útvarpinu að ég væri orðin eigandi af Glitni. Mig hafði nú ekki dottið í hug að verða eigandi að banka aftur. Ekki eftir að ákveðnir aðilar gáfu einkavinum sínum ríkisbankana hér um árið.

En ég er nú bara lítill eigandi af Glitnisbankanum eins og unhvað yfir 300 þúsund aðrir Íslendingar. En varla á ég nú vona á því að allir meðeigendur mínir í banka allra landsmanna séu sáttir við að þeir stjórnendur sem kafsigldu Glitni eigi að fá að stjórna áfram á sömu ofurlaununum.

Spurningin er hvernig stóð á því að við eignuðumst þennan banka sem stóð svo traustur fyrir þessar aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda? Í það minnsta lét herra Geir Hilmar Haarde það út úr sér að bankinn stæði traustur eftir aðgerðir næturinnar rétt eins og fyrir þennan gjörning. Sama ruglið í Geir eins og síðastliðinn vetur þegar krónan hafði náð botninum, og síðan hefur krónan kysst marga botna.

Getur verið að seðlabankastjórinn hann Davíð Oddson hafi séð færi á að ná sér niður á Bónus fjölskyldunni? Hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AlliRagg

ekki laust við að þankagangurinn sé svipaður hjá okkur jafnöldrunum!

AlliRagg, 29.9.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alveg dæmigert fyrir Dabba kóng að stela Glitni frá mér & gefa þér hann.

Hnuzzz....

Steingrímur Helgason, 30.9.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

EFtir því sem fleiri og ítarlegri fréttir koma af þessum gjörningi efast ég ekki lengur um að þarna hefur hefnigirni Davíðs ráðið ferðinni. Alveg otrúlegt hvað þessimaður fær að valsa frítt og allir ríkisstjórnarlimirnir dansa eftir höfði hans. Búinn að eyða hundruðum milljóna í vonlaus málaferli gegn Bónusmönnum og nú þetta. viðtalið við Má í kastljósi skýrði margt í þessu máli. Það var sannfærandi.

Haraldur Bjarnason, 30.9.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...átti að vera Máa...

Haraldur Bjarnason, 30.9.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Svarti Pétur ruddist inn í bankann, með byssuhólk í hvorri hönd" hann heimtaði ekki peninga - hann bara tók þá. Aðferð Davíðs og félaga minnir á ,,skjóta fyrst spyrja svo aðferðina"

kv að norðan

Páll Jóhannesson, 1.10.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband