Ég týndi 24 tímum.......

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Ég skrapp til læknis á mánudaginn. Bara svona að láta redda mér tíma í blóðprufur, þar sem ég hefi ekki látið fylgjast með dælunni í mér í allt of langan tíma. Það gekk nú bara fínt. Hafði líka á orði við dokksa að vinstri höndin væri andskoti máttlaus. Hann leit á höndina og sagði,,,,,,,,. Þú ert með tennisolnboga. Og ég sem hefi eigi spilað tennis ef frá er talið smá borðtennis þegar ég var í skóla. Nú á þriðjudaginn mætti ég aftur á heilsó og var tekið úr mér blóð svona til að rannsaka. Eftir hádegið syrti í álinn. Um kaffileytið skutlaði hann Pálmi mér heim því ég bara stóð ekki lengur undir sjálfum mér. Lítt man ég eftir næsta sólarhring, en rumskaði rúmlega eitt í gær. Ennþá með bullandi hita og óhugnanlegar magakvalir. Nú og til að bæta gráu ofaná svar þá hrundi tölvan hjá frúnni og uppþvottavélin fór í verkfall. Unhverju viti kom ég í báðar þessar vélar í dag en það kostaði blóð,svita og uppköst þó hægt væri farið í verkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Helvítis tennisinn hefur þá hlaupið í vömpina á þér líka. Hvern andskotan varstu á éta fyrst uppþvottavélin fór yfir um þoldi ekki afgangana. Tölvan hefur líklega orðið fyrir gaseitrun? ..kveðja austur.

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

átti auðvitað að vera vömbina....með b-i

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hérna það er ástand á draslinu

Páll Jóhannesson, 18.9.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er eiginlega vizz um að þetta er mér að kenna, ég hef líklega smitað þig af tennisolnboganum í fótboltanum í sumar.

Steingrímur Helgason, 19.9.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, já, & bilaði talva uppþvottavélar þinnar ?

Ég er ekki með gleraugun, zkiljú ...

Steingrímur Helgason, 19.9.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Jamm Steini. Bæði talvan í mér, konunni og uppþvottavélini klikkuðu, það dugðu nokkur hamarshögg á konutölvuna og uppþvottavélina en sú þriðja er enn jafn biluð........

Runólfur Jónatan Hauksson, 19.9.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband