Fjölskylduflandur........

Gærdagurinn var góður.

Við sváfum alveg þangað til við vöknuðum. Drukkum síðan kaffi í ómældu magni. Svo var komin tími til að gera unhvað svona fjölskylduvænt. Byrjuðum á að kíkja í Nesjahverfið og drekka aðeins meira kaffi hjá Jóni og Döggu. Skoðuðum 10 stykki hvolpa sem fæddust 28 ágúst. Svanhildur kíkti líka á nýskverað hjónaherbergi hjá Helgu og var það bara flott.

Síðan rúlluðum við á gamla Ford vestur að Jökulsárlóni, fengum þar lánaðan zodiac hjá Einari Birni. Sigldum um lónið í rúma 2 tíma. Fórum í Stemmulónið sem eitt sinn var og veiddum þar þrjá silunga. Skoðuðum jökulstálið og höfðum bara góðan dag.

Núna á eftir ætlum við að rúlla austur í gegnum Almannaskarðsgöng og dúllast um í Lóni. Gá hvort við sjáum svarta svani og unhvað annað merkilegt.

 

 

Trout from the Glacier Lagoon. The Zodiac girl 2008. They are so cuite....... Svanný my wife & Balto our dog.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottust

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband