Sunnudagur til sælu.....

Nú er ég í fríi.

 

Lenti í svona auka vinnudegi í gær.

Í lok föstudagsins fór ég með þeim Ágústi, Val og Fridu í langan Zodiac túr. Lögðum við smá netastubb og tókum síðan rúnt með fram brúninni á Breiðamerkurjökli. Alla þá daga sem ég hefi verið að sigla á Lóninu hefi ég horft löngunar augum inn að stálinu og hugsað sem svo að þetta langi mig að skoða í návígi. Svartsýni var nú farin að angra mig um miðjan föstudaginn, en svo birti til þegar við fórum um borð í gúmmítuðruna. Og aftur fórum við að stálinu í gær í lok vinnudags. Það er magnað að horfa á þessa 50 til 60 metra háu ísbrún og vita það að dýpið undir tuðrunni sé að minnsta kosti 208 metrar. Oft í sumar hefi ég heyrt ógnar háar drunur og nánast sprengingar þegar mörg hundruð tonna ísblokkir hafa verið að brotna framan af jökulröndinni.

En núna er þessum kafla lokið, sumarvinnan mín er búin og netagerð tekur við.

Deginum í dag ætla ég að eyða í svona dúllerí með henni Svanhildi minni og hundinum okkar honum Balto. Þau hafa sitið á hakanum í allt sumar sökum of mikillar vinnu hjá mér.

 

50-60 meters up and 208 meters to the bottom. We vent to the Glacier edge. The steel Steel Fish...from the Lagoon. Dark

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Einarsson

Sæll Ronni

 Ég ætlaði bara að þakka fyrir kaffið og vöffluna á laugardaginn, þetta er orðið gott þetta sumarið hjá mér að aka í lónið (fór 5 ferðið núna) svo við sjáumst bara aftur næsta sumar.

Kv Ottó

Ottó Einarsson, 31.8.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja, þú fórzt upp að 'ztálinu' það er nú sumt.

Þú fórzt með mig & mína, það er nú eitthvað.

Alltaf góður við þína, það er mezt...

Steingrímur Helgason, 1.9.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband