Sprell og hrekkir.

Í dag var svona prakkara og hrekkjalómadagur hjá okkur á Lóninu.

Ég fór með Jóa Danner, Sigga litla og Önnu Betu á Skódilakknum vestur eftir. Ég hafði með mér haglahólkinn svona til gamans.

Þegar á fljótavegin var komið datt Jóa sú endemis vitleysa í hug að hann næði að hlaupa uppi álft. Og jú mikið rétt þegar fyrsta álftin sást nærri veginum stoppaði hann kaggann og rauk út. Jói er mikill spretthlaupari og drengurinn náði fuglinum. Lítt leist Önnu á það þegar átti að láta fuglinn sitja á milli okkar í aftursætinu svo álftin fékk að fara aftur til síns heima.

Svanurinn. Jói spretthlaupari Jói Danner and the Svan. Frelsinu fegnastur The first time shooting from a shotgun. Just having fun...... I had to try. Full speed. I made it............ Tveir góðir.

Við karlpeningurinn ræddum unhvað um skotfimi og annað slíkt. Kom þar til tals Liwerfools aðdáandi einn mikill hér á Hoddnafirði sem varð svo svekktur yfir leik sem púllararnir töpuðu að hann skaut af sér tvo fingur. Anna Beta var spurð hvort hún hefði skotið úr byssu. Já var svarið....... Hvernig byssu var þá spurt? Veit ekki svaraði hún........ þá brutust út þrjú verulega skítleg glott og unhver sagði. ~Þú verður þá að prófa þessa á eftir?. Hún samþykkti það. Þegar á Breiðamerkursandinn var komið stoppuðum við. Fórum út úr Skótanum og sögðum... Anna nú átt þú að skjóta á flösku.. ~En ég er í belti svaraði Anna~. En stúlkukyndinn kom út úr bílnum og fyrir rest þá skaut hún við mikinn fögnuð áhorfenda. Stórir og stæðilegir bræður gripu hana í bakfluginu og byssan féll nánast í jörðina. Ég hló svo mikið að ég gat ekki tekið mynd.

Á ýmsu gekk á Lóninu sem ég nenni ekki að rita um í kvöld,,,,,,,kannski seinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Þið eruð ljótir kallpungar......

Svanhildur Karlsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:53

2 identicon

En myndirnar eru flottar..... Kveðjur héðan SB

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jóar, fuglar & byzzur....

Nah ...

Flottar myndir úr lóninu drengz.

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband