9.8.2008 | 20:43
Tónleikaferðin mikla.
Já ég hætti að vinna í gær um klukkan hálf eitt. Brunaði í borg óttans með Sólveigu minni. Hittum þar Ronna og Brimdísi og skruppum við saman á tónleika.
Fínustu tónleikar og hittum við þar fyrir Hauk son minn og Huldu systir og Robba.
Síðan hófst barningurinn við að komast frá höllinni og heim aftur. Vorum komin rétt fyrir sex í morgun og ég mættur í vinnuna fyrir klukkan níu. Lítt sofin en sáttur með þessa tónleika sem ég hefi beðið eftir að komast á í ein tuttugu ár.
Í kvöld er svo hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóninu og er ætlunin að skoða það dæmi.
Athugasemdir
Ég ætla að 'conzertinn' hafi verið ferðarinnar virði, takk fyrir 'live feed'.
Zúbuheilzur.
Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 22:37
Takk fyrir skemmtilegheit og kær kveðja til "betri helmingsins"! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 16.8.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.