31.7.2008 | 17:17
Súpa sem ekki má nefna...........
Jú sá gamli er búin að hanga heima í dag, samt skárri en í gær.
Nú er verið að dunda við að elda súpuna sem ekki má nefna.
Eigi ætla ég að gefa upp mikið um þessa súpu.
En samt er talið gott að nota í hana slatta af helvítis þjóðvegalambi, eða þá geidarkjét. Fer eftir smekk manna og kvenna. Það er ljúft að brúna kjétið í smá tíma á öllum hliðum og köntum áður en það fer í stóran pott. Varast skal að brúna of lengi ef geidarkjét er notað. Út í pottinn má síðan setja sitt lítið af hvurju. Bara eftir smekk. Til dæmis, lauk, rófur, gulrætur, hvítlauk, og já bara það sem fólki dettur í hug. En eitt finnst mér eiginlega algert möst,,,,,,og það er að nota hina al Íslenzku skessujurt. Hún á það til að setja sérstaklega góðan keim af þessari súpu sem ekki er rætt um.
Hér er bara lítið brot af því sem hægt er að nota í svona gjörning talin upp, og eigi skal ég ljóstra upp öllu.
Athugasemdir
Ég ætti það nú inni hjá þér að smakka þennan súpudjöful. Og gæti alveg huxað mér að prófa ef ekki væri í henni þessi andskotans lífshættulegi hvítlauksdjöfulsandskori.
Árni Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 17:22
Hvítlauknum má sleppa Árni,,,allt eftir smekk.
Runólfur Jónatan Hauksson, 31.7.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.