Súpa sem ekki má nefna...........

Jú sá gamli er búin að hanga heima í dag, samt skárri en í gær.

Nú er verið að dunda við að elda súpuna sem ekki má nefna.

Eigi ætla ég að gefa upp mikið um þessa súpu.

En samt er talið gott að nota í hana slatta af helvítis þjóðvegalambi, eða þá geidarkjét. Fer eftir smekk manna og kvenna. Það er ljúft að brúna kjétið í smá tíma á öllum hliðum og köntum áður en það fer í stóran pott. Varast skal að brúna of lengi ef geidarkjét er notað. Út í pottinn má síðan setja sitt lítið af hvurju. Bara eftir smekk. Til dæmis, lauk, rófur, gulrætur, hvítlauk, og já bara það sem fólki dettur í hug. En eitt finnst mér eiginlega algert möst,,,,,,og það er að nota hina al Íslenzku skessujurt. Hún á það til að setja sérstaklega góðan keim af þessari súpu sem ekki er rætt um.

Hér er bara lítið brot af því sem hægt er að nota í svona gjörning talin upp, og eigi skal ég ljóstra upp öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætti það nú inni hjá þér að smakka þennan súpudjöful. Og gæti alveg huxað mér að prófa ef ekki væri í henni þessi andskotans lífshættulegi hvítlauksdjöfulsandskori. 

Árni Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Hvítlauknum má sleppa Árni,,,allt eftir smekk.

Runólfur Jónatan Hauksson, 31.7.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband