30.7.2008 | 18:21
Tóm leiðindi bara.
Jæja já.
Ætli sé ekki tím til komin að pára unhvað hér á blað, eða hvað maður á nú að kalla þetta.
Ég er komin í tveggja daga frí af Jökulsárlóninu. En síðustu tveir dagar þar eru búnir að vara svona hálf móðukenndir og ekki er dagurinn í dag búin að vera góður. Fór nú á verkstæðið í morgun. Átti tíma hjá lækni klukkan 08:20 þar sem Svanný leist ekkert á heilsuna hjá mér. Nú eins og manni ber víst skylda til þá mætti ég í tímann hjá dokksa og var bara rekin heim með feitan lyfseðil. ~Þú átt að liggja í bælinu þar til þú verður í það minnsta orðin hitalaus sagði doktorinn.~ Svo voru það nú mörg orð.
Mér hund leiðist að vera veikur. Nú er ég nánast komin með legusár og ákvað því að færa mig úr rúminu og setjast við tölvuna uns fréttir byrja í sjónvarpinu. Maður getur víst ekki sofið endalaust þó mann langi til þess.
Orð skulu standa var ritað unhvers staðar. Ég hefi reynt að fylgja því mottói þó svo aðrir geri það kannski ekki.
Valdi kaldi var syfjaður og auðvitað varð Ragga að gerast koddi rétt eins og hjá Svenna Camaro um daginn.
Athugasemdir
Zjoppa znarlega zkal þitt konudýr líterzbottlu af 'Tangueray' gini, sex sexý sítrónur, bolla býflugnahunángz & bízlag af 'grájarlztelaufum.
Pott bullzjóða af blávatni & fleygja teinu kæruleyzislega útí, láta standa í vel rúmar fimm, hræra svo hunángi & zítrónum saman við teið í hentugum zmekklegum hlutföllum út í vænann fant, enda á gininu, náttla. Mitt ózmekkleysi er 50/50, náttúrulyf & gin.
Virkar mázke lítt á flenzuna félagi, en miklu meira gaman að vera veikur!
(Raunar er tilfellið að einiberjarunninn í gininu & kínínið í tónicinu, héldu lífinu & gleðinni í nýlendubúskap breta í Indíum, auk þess að 'kombóið' reyndizt hið virkazta lyf við malaríuhitazóttinni).
Steingrímur Helgason, 30.7.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.