Ráðherfa.........

Ég tók fram leifarnar af gamla kúlukolagrillinu mínu í dag. Eigi hafði ég efni á að fjárfesta í þjóðvegalambi til að smella á grillið. Þess í stað lét ég duga hamborgarasvínakótelettur frá Ali. Unhvað af nýuppteknum Gullauga jarðeplum eða nánast jarðsprengjum flutu með á grillið. Ágætis máltíð.

Þetta var etið yfir fréttum nauðungaráskriftarsjónvarpi allra landsmanna. Þar rausaði ~álíka óstarfhæf forsetisráðherfa og herr Geir Hilmar Haarde~ um lásý ummæli unhvers starfsmanns virts Amríkansks fjárfestingabanka. Mottó þessarar ríkisstjórnar og starfandi forsætisráðherfu er að gera ekki razzgat nema loka af fögrum dal austur í Álftafyrði fyrir umferð landans. Jú og að endurnýta bankana sem þau gáfu vinum og vandamönnum og stefna leynt og ljóst að endurheimta og gefa unhvurjum öðrum gæðingum.

Svo voru það nú mörg orð.

En á morgun fer ég vestur á lón að sigla þó ég sé ekki komin með nýja Walkman síman minn og verði að notast við gamla Ericson sem er með timer sem gengur of hratt.

Eina sem gæti reddað mér er að bílstjóri staffa bílsins gleymi að ég eigi að vinna næstu fjóra daga.

Hornafjörður 12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vér ózammálumzt lítt.....

Tommy graur....

Steingrímur Helgason, 26.7.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það vekur upp margar hlýjar minningar að sjá mynd af Akurey - reyndar hef ég hana fyrir augum mínum daglega í stofunni upp á skáp í hlutföllunum 1:25 sjá hér og líka hér 

Að öðru leit góðar kveðjur héðan.

Páll Jóhannesson, 26.7.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband