24.7.2008 | 17:43
Lífið er vinna.........
Þá er ég búin að taka einn dag á netaverkstæðinu. Ég var að vinna í svarta helvítinu.
Það var nú bara gaman að hitta á Pálma sem prumpar eins og hestur og Sigga ~Risa~.
Ég verð aftur á verkstæðinu á morgun.
Fátt er svosem að ske í kringum mig, en þann áttunda ágúst fer ég á tónleika í borg óttans. Ég ætla nú ekki að stoppa þar nema bara rétt á meðan ég hlýði á Clapton gamla. Bruna svo bara heim aftur því ég á að vinna á Jökulsárlóninu þann níunda.
Þá um kvöldið er hætt við að mikið verði í gangi. Einar og Erna stefna að því að hafa hina stórkostlegu flugeldasýningu. Ég hefi eigi séð hana áður en þetta er víst alveg verulega magnað sjónarspil.
Öðru hvoru megin við helgi fæ ég nýja Sony-Ericson síman minn sem er með réttum ~timer~ og er líka tónlistarspilari........ Jibbíííí..........
Athugasemdir
Gratjú fyrirfram með 'klapptóninn' & tónsímeríið, ven.
Steingrímur Helgason, 25.7.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.