21.7.2008 | 21:07
Flensa? eða hvað?
Jæja maður komst til vinnu í morgun nokkuð skammlaust. Það var frekar þungbúið en logn.
Þegar líða fór á morguninn fór að bera á einkennilegri veiki sem herjaði á hluta af starfsfólkinu hjá okkur. Helst bar á síþreytu og ein þjáðist af mikilli morgunógleði sem framkallaði heiftarleg uppköst. En það mun víst stundum fylgja þeirri áráttu hjá konum þegar óléttan herjar á þær. Unhverjir starfsmenn þurftu skyndilega að hverfa heim á leið svona uppúr hádegi og er lítt við því að gera.
Dagurinn endað með austan vindsteytu og hellirigningu.
En ég skilaði mér í hús..........


Athugasemdir
Ertu óléttur, þú 'flugdrekinn' ?
Steingrímur Helgason, 21.7.2008 kl. 23:23
Nei ég er löngu kominn af þessum varasama barneignaraldri................
Runólfur Jónatan Hauksson, 22.7.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.