Best að láta á það reyna.....

Dagurinn í dag byrjaði vel.

Ekki var maður nú samt lengi í paradís. Við kíktum í Lónið til Nonna og Sessu. Þau voru að dunda sér í sumarbústaðnum og bara besta mál. En svona er það nú bara.

Ég ætla að reyna að þrauka næstu fjóra daga í siglingunum. Eins og sagt er,,,,bara láta hvern dag nægja sínar þjáningar. Ef ég gefst upp núna þá bitnar það á hinum strákunum sem eru skipherrar á Larc-5 hjólabátunum. Þeir eiga sín frí og ef ég hætti núna þá er ég bara að auka á þeirra álag. Þyrfti helst að kaupa mér svona Æ-pottara svo ég geti bara siglt í næði og hlustað á mína tónlist óháður öllu öðru.

En altéð ég fer vestur á Jökulsárlón í fyrramáls.

 

 

The driver.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fallegt er umhverfið í bústað ykkar í Stafafjöllum & ekki hefur viðgjörníngur Nonna & Sessu verið lakur, ef ég þekki rétt til.

Læt nú vera hvort ég vorkenni þér jafnaldranum stríðið við ævintýragelgjurnar, en bendi á að ef þrautalendínginn er að fá sér músíkalska eyrnatappa, þá sándaði gamla Sony Walkman vasadiskóið betur í gamla daga en þetta 'Æpodd' draslerí.

Svo bendi ég á að nýr 'Walkman' GSM sími frá Sony kostar minna en yfirprízaða Apple drazleríið, hefur fjölnotamöguleika & þú losnar við að þurfa að brúka iTunes hugbúnaðarskrímzlið á rafreikni þínum.

Þú veist að ég veit, enda á ég wannabígelgju sem að brúkar hvoru tvegga!

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Já nú man ég það að mig er farið að vanta að endurnýja gamla Ericsoninn.........

Runólfur Jónatan Hauksson, 20.7.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband