17.7.2008 | 21:57
Að duga eða drepast??
Í þrjá daga er ég búin að vera að sigla í sama plotterfarinu vesturfrá. Það þykir mér lítt spennandi. En núna er ég komin í tveggja daga frí frá siglingum. Fer á netaverkstæðið í fyrramálið. Þessa frídaga mína ætla ég að nota til að hugsa minn gang varðandi vinnuna þarna á lóninu. Þarna eru upp til hópa ágætis krakkar í vinnu, en öll eru þau mun yngri en ég. Örfá af þeim á ég frekar erfitt með að umgangast því miður. Þar af leiðandi hefi ég upp á síðkastið haldið mig utan við hópinn eins og frekast er hægt án þess þó að vera með ókurteisi gagnvart einum né neinum. En ég ætla sem sagt að hugsa minn gang til laugardagskvölds og vera þá búin að gera það upp við mig hvort ég tel það þess virði að halda þessu starfi áfram.
Að öðru leyti er allt fínt að frétta héðan úr Dagsbrún, fyrir utan heljarins höfuðkvalir og horrennsli hjá húsbóndanum á heimilinu.
Athugasemdir
Duga frekar, takk fyrir mig.
Steingrímur Helgason, 18.7.2008 kl. 19:42
Duga, það koma betri dagar.
Siggi litli (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.