Svo er nú það.

Það var ögn skárra að sigla í dag en í gær.

Samt var þetta furðulegur dagur.

Það fór fram athöfn úti á lóni í morgun. Svíi sem komið hafði og siglt á lóninu fyrir mörgum árum hafði beðið um að eftir andlát sitt og líkbrennslu skyldi öskunni dreift í Jökulsárlónið. Einar Björn sigldi með nánustu ættingja og var það gert.

Það sem eftir lifði dags var bara svona hefðbundin sigling og lítt spennandi að mínu mati. Jú maður sá nýjar og nýjar hliðar á ísnum, en ungvin tilbreyting í siglingu, dagur tvö þar sem maður siglir sama plotter farið trekk í trekk. Skriðið með landi á tveggja metra dýpi. Maður er að festast í þessu eins og strætóbílstjóri á leið 5. Vonandi gerir sunnan rok í nokkra klukkutíma svo maður nái úr sér þessum leiða.

Ungvinn frægur kom á Jökulsárlónið í dag.

Mér fannst ég samt kannast við svipinn á einum túristanum, veit ekki hvort hann er þekktur leikari frá Ameríku eða Bretlandi. Er ekki frá því að hafa séð hann leika í mynd með Monty Python genginu. En ef unhver veit betur má sá hinn sami leiðrétta mig með litlu kommenti.

 

Túrhestar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband