Sundsprettur í Jökulsárlóninu..

Dagurinn í gær var furðulegur.

Eftir suðvestan og vestan vindinn í fyrradag hafði ísinn á lóninu mjakað sér að austurlandinu. Frekar erfitt var að sigla og höfðu menn nóg að gera, sé í lagi strákarnir á zodiakbátunum. Það vantaði nú ekki kraftinn í þá og má segja að sumir hafi gengið full vasklega í að ryðja ísnum. Valdi kaldi hin Íslenski ruddi taldi fljótlegra að synda bara um lónið og ýta ísnum þannig. Í það minnsta yfirgaf hann zodiakinn í snarhasti. Unhverjir túristar um borð í bátnum hjá humarbátsskipstjóranum Sigga Óla töldu þessar æfingar á Valda vera svona partur af prógramminu og vildu vita hvort svona show kostaði unhvað aukalega.

Seinnipart dags urðum við að hætta öllum siglingum þar sem norðan hvassviðri brast á og lokaðist allar siglingaleiðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er í hláturskrampa hérna ... rofl ... Svanný var reyndar búin að segja mér þetta en þegar ég les þetta hjá þér þá sé ég þetta svo lifandi fyrir mér ... ohh hvað ég vildi hafa séð þetta!!! 

Var hann ennþá allsber?? 

Maddý (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband