14.7.2008 | 07:03
Helgarfrí.......
Þá er helgarfríið mitt búið.
Við hjónin nýttum fríið mitt bara vel. Á laugardeginum lögðum við hjólbarðana á gamla Thunderbird á klæðningu Íslenska þjóvegarkerfisins. Við rúlluðum okkur austur á Hérað. Okkur hafði verið boðið að koma í bústað til heiðursfólksins Steingríms og Ásu. Eftir að hafa rúllað sem leið lá eftir þjóðvegi 1 lögðum við á Öxi. Þar var nú þoka eins og algengt er. Aftur duttum við á veg númer 1 eftir að Öxi sleppti. Enn er frekar leiðinlegur óklæddur vegspotti í Skriðdalnum, og spurt er hvenær ætli sá kafli verði lagður bundnu slitlagi?
En í bústaðin skilaði gamli Fordinn okkur. Þarna áttum við góðan tíma. Steini sá um grillveislu þar sem boðið var upp á þjóðvegarlamb, ekki forkryddað heldur var það kryddað að hætti húsbóndans. Sú eldamennska sveik ekki bragðlaukana. Bertha og Bjössi vildu sér fóður og fengu kjúlla og SS pylsur. Húsbóndinn lét sig hafa það að gera tilraun til að sötra einn bjór meðan grillað var, og gekk það svona frekar hægt að klára Danskan konunglegan mjöðinn.
Kvöldinu eyddum við í notalegt spjall ásamt smá tuðrusparki.
Við hjónin vorum komin heim um miðjan dag í gær, hefðum alveg verið til í að vera lengur, en það verður bara seinna.
Þakkir fyrir fína helgi.




Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.